Í dag er Föstudagur 24. nóvember 2017
Heim » EM Póllandi » Flestir leikmenn EM spiluðu í Mizuno

Flestir leikmenn EM spiluðu í Mizuno

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDBOLTA
Mizuno skórnir sem Guðmundur Hólmar spilaði í á EM.

Mizuno skórnir sem Guðmundur Hólmar spilaði í á EM.

Flestir leikmenn á Evrópumótinu í handknattleik í Póllandi, sem fram fór í janúar, léku í skóm frá Mizuno. Íþróttavöruframleiðandinn hefur því tekið fram úr Adidas hvað skófatnað varðar.

Alls voru 97 leikmenn á mótinu sem spiluðu í Mizuno eða 38,04% þeirra leikmanna sem spiluðu á mótinu.

Íþróttarisinn Adidas kom næst 72 leikmennn eða 28,24%.

Í þriðja sætinu er svo Hummel með 30% leikmenn eða 11,76%.

Af 16 manna hópi íslenska liðsins sem hóf keppni á mótinu spiluðu 13 leikmenn í Mizuno. Einn lék í Kempa, einn í Adidas, og einn í Asics.

Athygli vekur að þrátt fyrir að Kempa sé með búninga hjá fjölmörgum félögum voru ekki nema sjö leikmenn sem spiliðu í skóm frá framleiðandanum.

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA
Athugasemdir