Í dag er Sunnudagur 17. desember 2017
Heim » Innlent » 1.Deild Karla » Fjölnismenn öruggir gegn U-Akureyri

Fjölnismenn öruggir gegn U-Akureyri

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA

kristján örn kristjánssonHeimamenn í Fjölni sigruðu U-lið Akureyrar nokkuð sannfærandi í kvöld og hafa þar með sigrað báða sína leiki. Lokatölur urðu 33-25.

Heimamenn voru sterkari allan leikinn og náðu strax 4-0 forskoti en það bil hélst út nánast allan leikinn.

Gestirnir frá Akureyri voru þunnskipaðir í Grafarvoginum og má rekja ástæðu þess til að 2. flokkur félagsins er einnig að spila um helgina.

Ingvar Kristinn Guðmundsson markvörður Fjölnis fór á kostum í kvöld og var með yfir 20 varða bolta og þar var Kristján Örn markahæstur með 9 mörk. Hjá U-Akureyri var það Brynjar Hólm Grétarsson með 11 mörk.

Mörk Fjölnis: Kristján Örn Kristjánsson 9, Sveinn Jóhannsson 6, Björgvin Páll Rúnarsson 5, Breki Dagsson 4, Arnar Snær Magnússon 3, Brynjar Kristjánsson 2, Sveinn Þorgeirsson 1.
Mörk Akureyrar U: Brynjar Hólm Grétarsson 11, Arnþór Finnsson 5, Patrekur Stefánsson 3, Vignir Jóhannsson 3, Heimir Pálsson 2. Daði Jónsson 1.

 

.

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA
Athugasemdir