Í dag er Sunnudagur 21. janúar 2018
Heim » Innlent » Fjölnir lauk leik með fullu húsi stiga og eru Reykjavíkurmeistarar

Fjölnir lauk leik með fullu húsi stiga og eru Reykjavíkurmeistarar

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDBOLTA

Þróttur og Fjölnir áttust við í Reykjavíkurm mtinu í kvöld og lauk leiknum með sigri Fjölnis 25-34.

Fjölnir lauk þar með mótinu með fullt hús stiga en þeir voru fyrir þennan leik búnir að tryggja sér Reykjavíkurmeistaratitilinn.

Sigurinn í raun aldrei í hættu og voru Grafarvogspiltar með 7 marka forskot í hálfleik 10-17.

Markahæstir Fjölnismanna voru Kristján Örn Kristjánsson með 8 mörk, Björgvin Páll Rúnarsson 6, Brynjar Loftsson 5 og Bergur Snorrason 3 mörk.

Hjá Þrótti var það Magnús Öder Einarsson sem var markahæstur með 7 mörk, Ólafur Guðni Eiríksson og Axel Sveinsson komu svo næstir með sitthvor 3 mörkin.

 

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA
Athugasemdir