Í dag er Sunnudagur 17. desember 2017
Heim » Innlent » Olís-deild karla » FH knúði fram oddaleik með sigri á Val í kvöld

FH knúði fram oddaleik með sigri á Val í kvöld

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDBOLTA

FH jafnaði metin í 2-2 á móti Val í úrslitaeinvígi liðanna með 25-30 sigri sem var algerlega verðskuldaður enda FH mun betri aðilinn í þessum leik

Valsmenn voru lentir 0-3 undir eftir 5 mínútna leik áður en þeir gerðu sitt fyrsta mark. Josip Juric var kominn til baka í lið Vals eftir meiðsli í síðasta leik og byrjaði inná.

FH var áfram með forystuna en munurinn yfirleitt þetta 2-3 mörk og staðan 4-8 eftir rúmar 10 mínútna leik. Valsmenn að leika 5-1 vörn sem gestirnir voru að finna smugur í gegnum og oft að leika grátt. Gísli Þorgeir að spila vel eins og í undanförnum leikjum og var strax kominn með 3 mörk.

Josip og Anton Rúnars sem hafa verið drifjaðrirnar í sókanrleik Vals ekki að finna sig og hvorugur kominn með mark. Staðan eftir korter 6-10 og Valsmenn í basli sóknarlega áfram og voru í erfiðleikum með að koma sér í góð færi á móti frábæri vörn FH.

Markvarsla heimamanna nánst engin fram að þessu en reyndar ekkert mikið betri FH megin. FH náði svo í 7 marka forskot 7-14 og allt að detta þeim megin meðan Valsmenn virtust orðnir pirraðir.

Munurinn hélst áfram í 5-6 mörkum og þegar 25 mínúture voru komnar á leikklukkuna var staðan 10-16 og ekki oft sem Valsmenn fá svona mörg mörk á sig í einum hálfleik.

Staðan 12-19 í háfleik og eiginlega voru heimamenn heppnir að vera ekki meira undir. Hjá gestunum var það Gísli Þorgeir sem var markahæstu rmeð 5 mörk og hjá Val voru það Orri Freyr og Josip komnir með 3 mörk. Markvarslan 3 varin á móti 6 fyrir FH.

Vaælsmenn virtust ekki hafa fundið neinar lausnir í leikhléinu og munurin 7 mörk eftir 40 mínútna leik. Þetta var allt FH megin og spurning hvort Valsmenn virtust hreinlega höndla spennustigið og stemninguna í sínu eigin húsi sem var feykilega skemmtileg.

FH ennþá eins og hár múrveggur varnarlega og Valsmenn komust ekkert áleiðis. Valsmenn fóru framar varnarlega og reyndu að trufla sóknarlínu gestanna með flottum árangri og munurinn fór í 4 mörk, 20-24 þegar 45 mínútur voru liðnar. Sigurður Ingiberg að verja vel á þessum kafla og  allt í einu kviknaði alvöru von þegar Atli Már minnkaði muninn i 3 mörk, 21-24.

Siigurður Ingiberg virtist búinn að loka rammanum og staðan 21-25 þegar tæpar 10 mínútur voru til leiksloka og nú var Birkir Fannar kominn í mark FH og hann var að taka afar mikilvæga bolta. Munurinn fór aftur í 6 mörk og staðan 22-27 þegar 7 mínútur voru eftir.

FH missti þetta ekki niður aftur og Valsmenn játuðu sig sigraða og sanngjarn sigur FH gerði það að verkum að liðin leika oddaleik um titilinn í Kaplkrika.

Markahæstir Vals: Josip Juric 6,  Sveinn Aron Sveinsson 5, Orri Freyr Gíslason 3.
Markahæstir FH: Gísli Þorgeir Kristjánsson 8, Ásbjörn Friðriksson 6, Einar Rafn Eiðsson 6.

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA
Athugasemdir