Í dag er Þriðjudagur 23. janúar 2018
Heim » Erlentpage 10

Erlent

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA

Þýski boltinn: Guðjón Valur markahæsti Íslendingurinn – Yfirlit markaskorara

Guðjón Valur Sigurðsson er markahæsti Íslendingurinn í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik það sem af er vetri. Guðjón, sem gekk til liðs við Rhein-Neckar Löwen fyrir tímabilið, skorað 54 mörk til þessa og er í heildina í 11. sæti yfir markahæstu menn. Næstur á eftir honum er Arnór Þór Gunnarsson, leikmaður Bergischer, með 53 mörk. Hér að neðan má sjá lista ... Lesa meira »

Myndband: Skondin mistök á vellinum

Þó að handbolti sé í eðli sínu skemmtileg og flott íþrótt getur stundum verið fyndið þegar tilraunir manna til að sýna tilþrif sín á vellinum ganga ekki upp sem skildi. Á netinu fundum við skemmtilegt myndband sem sýnir mistök á vellinum og til að lífga upp á skammdegið á þessum kalda þriðjudegi ákváðum við að deila þessu bráðfyndna myndbandi með ... Lesa meira »

Alexander Petersson framlengir við þýsku ljónin

Alexander Petersson hefur gert nýjan tveggja ára samning við þýska liðið Rhein-Neckar Löwen. Frá þessu er greint á heimasíðu þýska handknattleikssambandsins. Alexander, sem er 36 ára gamall, hefur verið leikmaður Löwen síðan árið 2012 en þar áður lék hann með Dusseldorf, Grosswallstadt, Flensburg og Fuchse Berlin. Hér heima lék hann með Gróttu/KR áður en hann hélt í atvinnumennskuna. Hann spilaði ... Lesa meira »

Dagur Sigurðsson tekur við landsliði Japans.

Dag­ur Sig­urðsson mun hætta sem þjálf­ari þýska landsliðsins næsta sum­ar en þetta kom fram í yf­ir­lýs­ingu frá þýska ­sam­band­inu í morg­un. Dag­ur mun sam­kvæmt erlendum miðlum taka við landsliði Japans næsta sum­ar og stýra því fram yfir Ólymp­íu­leik­ana í Tókíó 2020. Þessu til staðfestingar segist Dag­ur í fyrr­nefndri yf­ir­lýs­ingu vera í viðræðum við jap­anska hand­knatt­leiks­sam­bandið. „Við erum von­svikn­ir yfir því ... Lesa meira »

Danmörk | Aalborg vann Íslendingaslag – Rut áfam í meistaradeildinni.

Eins og áður var mikið um að vera hjá Íslendingunum í Danmörku og voru þeir eins og svo áður atkvæðamiklir. Aalborg Håndbold undir stjórn Arons Kristjánssonar heldur sínu striki en á föstudaginn var borðið upp á Íslendingaslag þegar að þeir mættu Randers Håndbold sem náðu ekki að standa í vegi fyrir þeim en Aalborg vann 25 – 19. Það voru ... Lesa meira »

Haukastelpur komnar áfram í Áskorendabikar Evrópu

Haukastelpur eru komnar áfram í 2. umferð Evrópukeppninnar eftir annan sigur sinn á Jomi Saleno frá Ítalíu. Haukar unnu fyrri leikinn í gærkvöldi með fjörum mörkum, 23-19 og þær bættu um betur í dag og siguðu með fimm mörkum, 27-22. Eins og í fyrri leiknum var það Maria Ines Da Silve Pereira sem var markahæst í dag ásamt Ragnheiði Ragnars en ... Lesa meira »

Myndband: Óli Guðmunds með sturlað mark

Ólafur Guðmundsson, leikmaður sænska liðsins Kristianstad, skoraði geggjað mark þegar liðið mætti Pick Szeged frá Ungverjalandi í meistaradeildinni í gær. Markið skoraði hann beint úr fríkasti þegar leiktími fyrri hálfleiks var liðinn en hvorki varnarveggurinn né markmaður ungverska liðsins náðu að koma vörnum við. Til gamans má geta að Ólafur er ekki eini Íslendingurinn í herbúðum Kristianstad en Arnar Freyr ... Lesa meira »

Haukastelpur geta tryggt sig í aðra umferð í Evrópukeppninni í dag.

Haukastelpur eru í ágætis málum í Evrópukeppninni og mega tapa með 3 mörkum í dag á móti Jomi Salermo til að komast áfram í aðra umferð. Haukastelpur sigruðu fyrri leik liðanna sem var í gærdag með 4 mörkum, 23-19. Leikurinn í dag hefst klukkan 16:30 og er í beinni útendingu en sjá má beinan link HÉRNA. Jomi Salermo er gríðarlega ... Lesa meira »

Ólafur Ægir: „Ég lofa ykkur Valssigri úti í Noregi.“

Ólafur Ægir Ólafsson, stórskytta Vals, var afar sáttur með sigur Vals í Evrópuleiknum í kvöld og sagði ekkert leiðinlegt að koma úr meiðslum og fá svona skemmtilegan leik stutt á eftir og sagði bara geggjað og gaman að spila þessa leiki sem er harka í og menn eru að rífast. Aðspurður hvort Valsmenn hefðu verið að koma sér sjálfum á ... Lesa meira »

Haukastelpur með 4 marka sigur í fyrri leiknum gegn Jomi Salerno.

Haukastelpur sigruðu fyrri leik sinn gegn ítalska liðinu, Jomi Salerno og Haukar náði sér í 4 marka forskot fyrir seinni leikinn með 23-19 sigri. Hálfleikstölur voru 13-11 fyrir Hauka. Góður varnarleikur og markvarsla hjá Haukum í fyrri hálfleiknum og markaskorun að dreifast vel úr honum en þrír leikmenn Hauka með 2 mörk. Elín Jóna var frábær í markinu og átti enn ... Lesa meira »