Í dag er Föstudagur 24. nóvember 2017
Heim » Innlent » A landslið kvenna » Er botninum náð hjá kvennalandsliðinu?

Er botninum náð hjá kvennalandsliðinu?

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA

axel og jónatan ísland kvkÍslenska kvennalandsliðið í handknattleik er ekki á leiðinni á HM eftir niðurlægjandi tap gegn Makedóníu í dag. Úrslitin koma mikið á óvart og eru gríðarlegt áfall fyrir íslenska liðið.

Fyrirfram mátti búast við skyldusigri íslenska liðsins enda hafði Makedónía tapað gegn Austurríki og einungis unnið Færeyjar með tveimur mörkum á meðan íslenska liðið hafði unnið sannfærandi gegn bæði Austurríki og Færeyjum.

Það sem hefur verið best hjá íslenska liðinu í seinustu leikjum hefur verið varnarleikurinn en sóknin hefur ekki náð flugi. Sóknin var áfram til vandræða í dag og liðið hreinlega ákvað að spila ekki vörn.

Til þess að auka á svekkelsið er hægt að benda á að fyrir nákvæmlega tveimur árum mættust Ísland og Makedónía tvívegis á nokkrum dögum. Ísland vann annan leikinn með tíu mörkum og hinn með sex mörkum.

Lægð íslenska kvennalandsliðsins virðist því halda áfram en liðið hefur átt erfitt uppdráttar undanfarin ár. Margir bundu vonir við að ráðning Axels Stefánssonar myndi breyta einhverju hjá liðinu en óhætt er að segja að Axel hafi kolfallið á fyrsta prófinu.

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA
Athugasemdir