Í dag er Sunnudagur 21. janúar 2018
Heim » Erlent » Annað » EM U20: Spánverjar eru Evrópumeistarar eftir rosalegan leik við Þjóðverja

EM U20: Spánverjar eru Evrópumeistarar eftir rosalegan leik við Þjóðverja

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA
Höllin í Kolding er til fyrirmyndar.

Úrslitaleikurinn var spilaður í Kolding

Spánverjar og Þjóðverjar mættust í dag í úrslitaleik EM U-20 ára. Spánverjar unnu Króata í undanúrslitum á meðan Þýskaland vann Frakkland í framlengdum leik.

Jafnræði var með liðunum í upphafi leiks og var staðan 4-4 eftir tæpar tíu mínútur. Spánverjar voru fyrri til að ná tveggja marka forystu er þeir komust í 8-6 þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður. Spánverjar voru skrefinu á undan út hálfleikinn og komust 12-8 yfir þegar skammt var eftir af honum. Þjóðverjar skoruðu síðasta markið í fyrri hálfleik og voru hálfleikstölur því 12-9, Spánverjum í vil.

Munurinn hélst í þrem til fjórum mörkum í byrjun seinni hálfleiks og var staðan 17-14 eftir tæpar tíu mínútur af honum spiluðum. Þegar seinni hálfleikur var hálfnaður var staðan 20-18 fyrir Spánverja og sem fyrr, voru þeir skrefinu á undan.

Þjóðverjar náðu að minnka muninn í eitt mark þegar sjö mínútur voru eftir en þá var staðan 24-23 og leikurinn galopinn fyrir loka mínúturnar. Þegar tvær mínútur voru eftir var staðan 25-25 og æsispennandi lokamínútur framundan. Ekkert mark var skorað á síðustu tveim mínútunum og því varð að framlengja.

Spánverjar voru ögn sterkari í framlengingunni og unnu að lokum 30-29 sigur. Hér að neðan má sjá myndband af lokamínútunum og fagnaðarlátunum.

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA
Athugasemdir