Í dag er Mánudagur 22. janúar 2018
Heim » Innlent » Yngri landslið Íslands » EM U-17 kvenna | Stelpurnar spila um 5.sætið eftir sigur á Ísrael í dag

EM U-17 kvenna | Stelpurnar spila um 5.sætið eftir sigur á Ísrael í dag

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDBOLTA

U-17 ára landslið Íslands kvenna mun leika gegn Sviss um 5.sætið á EM í Makedóníu en liðið spilaði í B-riðli mótsins með Slóveníu, Búlagríu, Ísrael og Kosóvó.

Íslenska liðið átti erfitt uppdráttar í riðlinum þó svo góðir kaflar hafi komið en liðið sigraði einn leik í sínum riðli og endaði í 3.sæti riðilsins sem gefur leik um 5.sætið.

Auðvitað slæmt að ná ekki nema tveim stigum úr riðlinum okkar, en þetta klárlega fer beint í reynslubankann og mun fylgja okkar stelpum áfram í næstu verkefni liðsins.

Ísland byrjaði mótið á að tapa með einu marki á móti Kosóvo 24-25.
Markaskorarar Íslands í leiknum: Berta Rut Harðardóttir 7, Lena Margrét Valdimarsdóttir 5, Sara Dögg Hjaltadóttir 4, Erna Guðlaug Gunnarsdóttir 3, Alxeandra Líf Arnarsdóttir 2, Birta Rún Grétarsdóttir 1, Harpa María Friðgeirsdóttir 1, Þóra María Sigurjónsdóttir 1, Ísabella Maria Eriksdóttir 1.
Markvarsla: Sara Sif Helgadóttir 5 skot í fyrri hálfeik og Margrét Einarsdóttir 7 skot í þeim síðari.
Berta Rut Harðardóttir var valinn besti leikmaður íslenska liðsins í leiknum.

því næst tapaði liðið fyrir Búlgaríu 24-19
Markaskorarar Íslands í leiknum: Lena Margrét Valdimarsdóttir 8, Harpa María Friðgeirsdóttir 3, Þóra María Sigurjónsdóttir 2, Embla Jónsdóttir 1, Ólöf Marín Hlynsdóttir 1, Sara Dögg Hjaltadóttir 1, Alexandra Líf Arnarsdóttir 1, Erna Guðlaug Gunnarsdóttir 1, Birta Rún Grétarsdóttir 1.
Markvarsla: Margét Einarsdóttir 5 skot og Sara SIf Helgadóttir  2 skot.
Lena Margrét Valdimarsdóttir var valinn besti leikmaður íslenska liðsins í leiknum.

þá mætti liðið sterku liði Slóveníu og tapaði þar 15-28.
Markaskorarar Íslands í leiknum: Harpa María Friðgeirsdóttir 7, Lena Margrét Valdimarsdóttir 4, Erna Guðlaug Gunnarsdóttir 1, Embla Jónsdóttir 1, Ísabella María Eriksdóttir 1, Tinna Sól Björgvinsdóttir 1.
Markvarsla: Margét Einarsdóttir 6 skot og Sara SIf Helgadóttir 3 skot.
Harpa María Friðgeirsdóttir var yfirburðarmaður í íslenska liðinu í leiknum og var valinn best í íslenska liðinu að leik loknum.

Í dag mætti liðið svo í síðasta leiknum, Ísrael sem var fyrir leikinn í 3.sæti riðilsins. Íslensku stelpurnar sýndu mikin karakter og ljóst að þær ætluðu sér ekki að fara stigalausar frá þessum riðli og sigruðu 29-18 þar sem markvörðurinn, Sara Sif Helgadottir fór á kostum í seinni hálfeik. Íslenska liðið tók því 3. sæti riðilsins og spilar um 5.sætið á morgun gegn Sviss.

Markaskorarar Íslands í leiknum: Berta Rut Harðardóttir 6, Lena Margrét Valdimarsdóttir 5, Birta Rún Grétarsdóttir 5, Sara Dögg Hjaltadóttir 4, Harpa María Friðgeirsdóttir 3, Þóra María Sigurjónsdóttir 2, Tinna Sól Björgvinsdóttir 2, Erna Guðlaug Gunnarsdóttir 1, Ísabella María Eriksdóttir 1. Markvarsla: Sara Sif Helgadóttir varði 20 skot í marki Íslands.
Sara Sif Helgadóttir var valin besti maður Íslands í leiknum.

 

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA
Athugasemdir