Í dag er Mánudagur 22. janúar 2018
Heim » Innlent » Landslið » EM dagbók – Dagur 1: Ferðalag til Kolding

EM dagbók – Dagur 1: Ferðalag til Kolding

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDBOLTA
dagur arnarsson

Dagur Arnarsson er í EM hópnum.

Voice_160726 Smelltu á textann hér til hliðar til að hlusta á dagbók frá deginum.

Ég er búinn að vera með mikinn fiðring í maganum undanfarið, vitandi það að ég væri á leiðinni á EM U-20 ára að fylgjast með verðandi stórstjörnum handboltans á Íslandi. Þetta er feikilega sterkur árgangur sem er að fara að spila á mótinu en hann sýndi það á HM í Rússlandi fyrir ári síðan en þá hafnaði liðið í 3. sæti.

Eftir að hafa heyrt í Óla Stef og nokkrum leikmönnum, er það alveg ljóst að þetta lið er ekki komið til Danmerkur í eitthvað frí. Þetta lið ætlar sér að ná árangri og ekkert annað og finnur maður að það er ansi mikill metnaður í leikmönnum, þjálfurum og starfsfólki. Á HM í Rússlandi voru þrjú lið af þessum fjórum liðum í riðlinum okkar, í fjórum efstu sætunum, svo það er ljóst að riðillinn verður gífurlega erfiður. Markmiðið er samt afar einfalt. Vinna riðilinn og ná langt.

En hvað um það. Ég ætla að skrifa dagbókarfærslu um hvern dag hérna í Danmörku og vonandi fylgjast sem flestir með. Dagurinn í dag fór í það að koma mér frá Reykjavíkur til Kolding í suður Danmörku. Eins og venjulega, daginn fyrir ferð til útlanda, gékk mér ansi illa að koma mér í það að fara að sofa, aðallega útaf spennu. Ég svaf í um 20 mínútur í nótt og svo var haldið á flugvöllinn en það var ástkær móðir mín sem skutlaði mér þangað en þetta er í fyrsta skipti sem ég ferðast einn erlendis.

Einu flugfari til Billund síðar, var ég mættur fyrir utan flugvöllinn. Ferðaplanið var að taka strætó á hótelið mitt í Kolding en það tekur um 35 mínútur að keyra á milli á venjulegum bíl. Eitthvað gékk illa að finna strætó því um klukkutíma seinna fann ég loks strætóskýlið sem ég hafði verð að leita af, með þunga ferðatösku í eftirdragi. Þá tók við klukkutíma bið eftir strætónum en Danmörk tók vel á móti mér varðandi hitastig og fær maður eflaust smá húðlit fyrir erfiðin.

Vagninn kom loks og tók þá við um klukkutíma keyrsla til Kolding. Ég sofnaði svona 14 sinnum á leiðinni enda er Billund ekki mjög spennandi borg og svefnleysið og ferðaþreytan byrjuð að segja til sín. Til allrar hamingju vaknaði ég stuttu áður en ég var kominn á áfangastað sem er hótelið sem ég er á núna, skrifandi þessa færslu.

Þegar að Ísland byrjar að æfa og spila úti, verða þessar færslur eflaust meira spennandi en við vildum leyfa ykkur, lesendur kærir að skygnast aðeins inn í líf eina fjölmiðlamannsins á stórmóti U-20 landsliða.

 

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA
Athugasemdir