Í dag er Sunnudagur 17. desember 2017
Heim » EM Póllandi » Eitt félagslið á fulltrúa í öllum undanúrslitaliðum EM

Eitt félagslið á fulltrúa í öllum undanúrslitaliðum EM

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA
domagoj-duvnjak

Domagoj Duvnjak,

Eitt félagslið státar af því að eiga fulltrúa í öllum fjórum landsliðunum sem komust í undanúrslitin á Evrópumeistaramótinu í handknattleik en undanúrslitin fara fram í dag.

Um er að ræða þýska félagsliðið Kiel sem á fulltrúa í öllum liðunum. Það eru Þjóðverjinn Rune Dahmke, Norðmaðurinn Erlend Mamelund, Spánverjinn Joan Canellas og Króatinn Domagoj Duvnjak.

Kiel átti reyndar fleiri fulltrúa í þýska liðinu en þeir Steffen Weinhold og Christian Dissinger eru úr leik vegna meiðsla.

Hvernig sem fer er því ljóst að Kiel mun eiga nýjan Evrópumeistara eftir helgina.

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA
Athugasemdir