Í dag er Þriðjudagur 23. janúar 2018
Heim » Innlent » Einar Guðmunds: „Verðlaunasæti er raunhæft markmið“

Einar Guðmunds: „Verðlaunasæti er raunhæft markmið“

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA

Einar Guðmundsson fyrrum þjálfari U-19 liðsins Mynd Brynja T.

Einar Guðmundsson hefur lengi verið viðriðin yngri landslið Íslands og þekkir þau öll afar vel en Einar er nokkuð bjartsýnn fyrir HM í Alsír og segir verðlaunasæti eitthvað sem vel sé hægt að stefna á.

Við ræddum stuttlega við Einar um þau meiðsli sem hrjá hópinn fyrir mótið en Einar segir að það sé erfitt að þurfa að skilja Egil Magnússon eftir heima enda sé hann einn besti leikmaður heims í þessum aldurshóp.

„Það sem þessi hópur hefur alltaf haft er mikil breidd, margir mjög góðir handboltamenn og auðvelt að rúlla liðinu“.

„Á svona stórmótum er það lykil atriði að halda mönnum ferskum. Egill Magnússon er einn besti leikmaður í heimi í þessum aldursflokki en hann hefur verið mikið frá í tvö ár og það hefur áhrif en ég treysti öðrum til að stíga upp“.

„Þetta er einstaklega samstilltur hópur sem hefur verið saman í 6 ár og leikið marga leiki og fengið góða umgjörð. Ég veit að þeir eru mjög tilbúlbúnir og vel undirbúnir og vilja ná langt. Þeir eru mjög öryggir í sínum leik þekkja hvort annan út og inn og höndla pressu þ.a.l. mjög vel“.

En má setja það sem raunhæft markmið að liðið stigi á verðlaunapall á mótinu?
„Já, verðlaunasæti er raunhæft markmið en það þarf allt að ganga upp til þess að það náist. Við vorum heppnir með riðil og liðið á geta farið tiltölulega auðveldlega í 8 liða úrslitin en þar þurfa allir hlutir að smella saman“.

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA
Athugasemdir