Í dag er Mánudagur 22. janúar 2018
Heim » Innlent » Coca Cola bikar » Einar Andri: „Gott að vera á þessum stað að vera að berjast um bikara“

Einar Andri: „Gott að vera á þessum stað að vera að berjast um bikara“

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDBOLTA

Einar Andri Einarsson þjálfari Aftureldingar var að vonum svekktur með að fara tómhentur heim úr Final Four helginni eftir tap gegn Val í úrslitaleiknum í kvöld.

Hann sagði að leikurinn sjálfur hefði leikist eins og hann hefði búist við og í raun hefði Afturelding leikið afskaplega vel lengst af. Þeta hefði ráðist á fríkasti sem Valsmenn hefði fengið undir lokin.

Aðspurður hvort hann finndi ekki til með þeim leikmönnum sem hafa verið í þessu liði í langan tíma og verið að horfa á biakra renna sér úr greiðum á síðustu mínútunum í leikjum sagði hann það vera. En þetta væru sterkir strákar og það væri í raun ekkert annað fyrir þá að gera en að halda áfram.

Pétur Júníusson gat ekkert beitt sér í leiknum og var meiddur á hliðarlæinunni og sagði EInar svo sannarlega muna um hann og eins hefði vantað Birki Ben og Böðvar. En það væri ekki afsökun. Þeir sjáflir hefðu tapað þessu á sóiðasu mínútunum.

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA
Athugasemdir