Í dag er Miðvikudagur 22. nóvember 2017
Heim » Erlent » Danmörk » Danmörk: Jafntefli í fyrsta leiknum hjá Aalborg og Skjern

Danmörk: Jafntefli í fyrsta leiknum hjá Aalborg og Skjern

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDBOLTA

Í dag fór fram fyrsti leikur úrslitaeinvígisins um danska meistaratitilinn en þá mættust íslendingaliðin Aalborg undir stjórn Arons Kristjánssonar og með þá Arnór Atlason, Stefán Rafn Sigurmannsson og Janus Daða Smárason innaborðs og Skjern með Tandra Má Konráðsson í sínu liði.

Það voru heimamenn í Aalborg sem byrjuðu betur og komust fljótlega í 3 – 0 en þá tóku Skjern-menn við sér voru þeir búnir að jafna 5 – 5 eftir um 13 mínútur. Aftur tók Aalborg frumkvæðið og þegar að 5 mínútur voru eftir að fyrri hálfleiknum var staðan 12 – 8 þeim í vil og þegar að liðin gegnu til hálfleiks var Aalborg yfir 14 – 11.

Frá byrjun seinni hálfleiks brugðu Skjern á það ráð að spila með 7 menn í sókinni og gerðu þeir að allan hálleikinn og náðu þeir að minnka muninn jafnt og þétt án þess að Aalborg næði að nýta sér auða markið af einhverju viti. Eftir um 10 mínútur af seinni hálfleik var staðan orðin jöfn 17 – 17 og eftir þetta héldust liðin að út leikinn. Skjern liðið komst í fyrsta skiptið yfir í leiknum þegar að þeir komust í 26 – 25 þegar að rúmmínúta var eftir en Aalborg náði ekki að nýta sér sóknina á eftir en þá geigaði skot Arnórs og Skjern því með pálmann í höndunum. En þegar að um 15 sekúndur voru eftir missti Skjern boltan og Aalborg náði að stilla upp í eitt kerfi sem endaði á því að normaðurinn Sander Sagosen þrumaði boltanum í netið og 26 – 26 jafntefli niðurstaðan.

Janus Daði lék mest íslendinganna en hann byrjaði á miðjunni og lék vel í leiknum en hann skoraði 4 mörk auk þess að vera með 4 stoðsendingar. Arnór komst ekki á blað í leiknum en átti eina stoðsendingu en þeir Stefán Rafn og Tandri Már komu ekki við sögu hjá Aalborg og Skjern.

Liðin mætast aftur á sunnudaginn á heimavelli Skjern og með sigri þar geta bæði lið tryggt sér titilinn en geri liðin aftur jafntefli þá þurfa liðin að mætast í oddaleik á heimavelli Aalborg.

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA
Athugasemdir