Í dag er Miðvikudagur 22. nóvember 2017
Heim » Erlent » Danmörk » Danmörk: Íslendingaslagur í úrslitum – Rut fékk brons

Danmörk: Íslendingaslagur í úrslitum – Rut fékk brons

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDBOLTA

Nú í kvöld lauk undaúrslitum karla í Danmörku þegar að Aalborg undir stjórn Arons Kristjánssonar léku gegn Bjerringbro-Silkeborg. Um var að ræða oddaleik en bæði lið höfðu unnið sinn leikinn hvort þegar að koma að leiknum í kvöld sem leikinn var fyrir framan 5000 manns í Jutlander Bank Arena í Aalborg. Það voru heimamenn í Aalborg sem mættu grimmari til leiks og komust fljótlega í 4 – 1 og héldu þér svo frumkvæðinu út hálfleikinn en staðan í hálfleik var 11 – 9 Aalborg í vil.

Í seinni hálfleik bættu heimamenn bara meira í og voru með þetta 3 – 4 marka forskot frameftir hálfleiknum og svo á síðustu 10 mínútunum geirnelgdu þeir sigurinn og unnu að lokum öruggan 31 – 23 sigur. Janus Daði Smárason átti enn einn flotta leikinn fyrir Aalborg í úrslitakeppninni en hann var í byrjunarliði Aalborg í kvöld og skoraði hann 4 mörk en þeir Arnór Atlason og Stefán RafnSigurmannsson komu ekki við sögu í leiknum

Það verða því Íslendingaliðin Aalborg og Skjern sem mætast í úrslitum um danska
meistaratitilinn en Skjern vann Ribe-Esbjerg 2 – 0 í leikjum en seinni leikinn unnu þeir um helgina nokkuð örugglega 31 – 26 eftir að hafa verið yfir í hálfleik 18 -12. Tandri Már Konráðsson komst ekki á blað fyrir Skjern í leiknum en Aalborg og Skjern mætast í fyrsta leik úrslitaeinvígisins á fimmtudaginn í næstu viku.

Hjá konunum voru Rut Jónsdóttir og stöllur í Midtjylland í eldlínunni um helgina en þá mættu þær Viborg í öðrum leik liðanna í einvíginu um bronsið. Midtjylland vann fyrri leikinn og gat því með sigri eða jafntefli tryggt sér bronsið sem og þær gerðu því að þær voru yfir allan leikin en staðan í hálfleik var 14 – 10. Þær unnu svo að lokum 30 – 22 en Rut komst ekki á blað í leiknum

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA
Athugasemdir