Í dag er Miðvikudagur 22. nóvember 2017
Heim » Erlent » Danmörk » Danmörk: Aalborg meistari

Danmörk: Aalborg meistari

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA

Mynd: Jens Nørgaard Larsen

Skjern og Aalborg mættust í öðrum leik liðanna í einvíginu um danska meistaratitilinn en bæði lið gátu með sigri tryggt sér titilinn. Aalborg mætti grimmt til leiks og voru staðráðnir í að selja sig dýrt í leiknum en þeir byrjuðu betur í leiknum og voru fljótlega komnir með frumkvæðið en staðan eftir 20 mínútur var 10 – 6 Aalborg í vil. Þessu bili héldu Aalborg-menn út fyrri hálfleikinn en staðan að honum loknum var 14 – 10.

Leikurinn minnti óneitanlega á fyrri leik liðanna en í seinni hálfleik héldu Aalborg menn haus og þrátt fyrir að Skjern spilaði með auka mann í sókn allan seinni hálfleikinn tóks þeim ekki að ógna forskotinu að neinu viti og endaði Aalborg að vinna öruggan sigur 32 – 25. Seigja má að varnarleikur Aalborg liðsins hafi verið það sem skóp sigurinn en því að Skjern átti í stökustu vandræðum með að skora í leiknum og Aalborg því verðugir meistarar en þeir unnu einnig deildarkeppnina fyrr í vetur.

Janus Daði Smárason átti enn einn flotta leikinn með Aalborg í úrslitakeppninni en hann skoraði 3 mörk auk 3 stoðsendinga. Stefán Rafn Sigurmannsson komst ekki á blað í leiknum fyrir Aalborg sem og Tandri Már Konráðsson fyrir Skjern.

Arnór Atlason komst ekki á blað fyrir Aalborg í leiknum en með þessum meistaratitli var Arnór að vinna danska meistaratitilinn í 4 sinn og með 3 liðinu en hann hafði áður unnið titilinn með FC København og AG København.

Aron Kristjánsson var í 3 sinn að gera lið að dönskum meisturum en hann hafði áður gert KIF Kolding København tvisvar að meisturum en hann á að auki einn titil sem leikmaður en það var árið 1999 þegar hann var lykilmaður í liði Skjern.

 

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA
Athugasemdir