Í dag er Sunnudagur 17. desember 2017
Heim » EM Póllandi » Dagur kominn með Þýskaland í úrslitaleikinn á EM

Dagur kominn með Þýskaland í úrslitaleikinn á EM

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA

dagur

Þjóðverjar sigruðu Norðmenn í framlengdum leik og tryggðu sér úrslitaleikinn á EM rétt í þessu.

Leikurinn var afar jafn í byrjun og liðin skiptust á að ná eins marks forskoti en á 10 mínútu dró aðeins í sundur með liðunum og Þjóðverjar voru komnir með 4 marka forskot 9-5 á 15 mínútu. Tobias Reichmann kominn með 5 mörk af þessum 9.

Þjóðverjar náðu að halda muninum í 2-3 mörkum og Ole Erevik markvörður noregs að verja mikilvæga bolta og sjá til þess að þjóðverjar stungu ekki meira af. Staðan 11-9 eftir rúmar 20 mínútur. Wolff sem óvænt varð aðalmarkvörður þjóðverja fyrir þetta mót einnig að verja vel.

Á 25 mínútu voru Norðmenn búnir að jafna leikinn í 12-12 og þeir komust svo yfir 13-12 í fyrsta skiptið síðan í stöðunni 4-3. En Þjóðverjar sterkari á lokakafla fyrri hálfeiks og þeir fóru með eins marks forystu inn háfleik 13-12. Ole Erevik búinn að vera frábær í marki Norðmanna og var með 11 varða bolta sem gerði 46% markvörslu.

Norðmenn náðu svo að komast yfir, 14-13 í upphafi seinni hálfeiks eftir það skiptust liðin á að taka forystu og ljóst að um háspennu yrðu að ræða fram til loka.

Ole Erevik að verja frábærlega vel áfram í marki Norðmanna á þessum kafla en það dugði þó ekki til að þeir næðu einhverju forskoti og staðan 20-20 eftir 45 mínútur. Julius Kuh að koma sterkur inn í skyttunni fyrir þjóðverja og var óhræddur við að taka af skarið.

Staðan 24-22 fyrir Norðmenn þegar 10 mínútur voru eftir og þjóðverjar búnir að vera að fara hálf illa með sóknir sínar fyrir framan sterka vörn Norðmanna.  Forskot þeirra hélst þangað til 5 mínútur voru til leiksloka að Þjóðverjar jöfnuðu í 26-26.

Það voru svo norðmenn sem fengu tækifæri til að komast tveim mörkum yfir í tvígang undir lokin eða þegar rétt um 3 mínútur voru eftir en þeir náðu ekki að nýta sér það og leiddu með einu marki 27-26 þegar 30 sekúndur voru eftir og Dagur tók leikhlé til að stilla upp í eitthvað óvænt.

Það tókst og Þjóðverjar jöfnuðu í 27-27 og Norðmenn fengu 16 sekúndur til að tryggja sér sigur en leiktíminn rann út og framlengt.

Það var allt í járnum í fyrri hluta framlengingarinnar og að henni lokinni höfðu Þjóðverjar eins marks forskot 31-30. Noregur jafnaði svo í 31-31 í upphafi seinni hluta framlengingarinnar en það tók Þjóðverja aðeins sekúndur að taka forskotið aftur. Norðmenn jöfnuðu aftur í næstu sókn þegar tvær mínútur voru eftir.

Þjóðverjar fengu boltann þegar 30 sekúndur voru eftir og ætluðu sér síðasta skotið og Kai Hafner tók síðasta skotið og skoraði sigurmarkið, 34-33.

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA
Athugasemdir