Í dag er Sunnudagur 17. desember 2017
Heim » EM Póllandi » DAGUR GERÐI ÞÝSKALAND AÐ EVRÓPUMEISTURUM

DAGUR GERÐI ÞÝSKALAND AÐ EVRÓPUMEISTURUM

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDBOLTA

dagur þýskalandÞjóðverjar undir stjórn Dags Sigurðssonar urðu nú rétt í þessu Evrópumeistarar eftir sigur á Spánverjum sem aldrei áttu möguleika

Þjóðverjar byrjuðu gríðarlega vel varnarlega og virtust vera búin að múra fyrir framan mark sitt og það fyrst og fremst færði þeim óskabyrjun. Vörn og markvarsla þeirra hélt einfaldlega 100% í 60 mínútur.

Þjóðverjar skoruðu fyrstu tvö mörk leiksins og Spánverjar skoruðu ekki sitt fyrsta mark fyrr en á 7. mínútu og það var úr vítakasti. Hafner að fara á kostum hjá Þjóðverjum og hann kom þeim 4-1 yfir og með sitt 3 mark eftir 8 mínútur.

Wolff skellti svo marki þjóverja í lás og var að verja alger dauðafæri frá Spánverjum og eftir 10 mínútur var Þýskaland komið í 5-1. Frábær byrjun sem má skrifa á rosalegan varnarleik. Spánverjar skoruðu svo sitt annað mark eftir 12 mínútna leik og það sást á leik þeirra að þeir voru orðnir vel pirraðir.

Staðan 7-3 eftir korters leik og þjóðverjar þó að fara illa með sóknir sínar og færi sem gerði það að verkum að Spánverjar voru ennþá 4 mörkum undir eftir 20 mínútur. Sóknarleikur Spánverja kannski eins og maður hefur séð hingað til á mótinu, hálfhikstandi.

Þjóðverjar gáfu aðeins eftir sóknarlega undir lok fyrri hálfeiks en markvörður þeirra Wolff sá til þess að munurinn hélst í 3-4 mörkum áfram.

Staðan 10-6 í hálfleik og það var algerlega sanngjarnt, því þó sóknarleikur Spánverja hafi verið slæmur þá var hann heldur ekkert sérstakur hjá lærisveinum Dags. Markvarslan góð hjá báðum liðum úr fyrri háfleiknum eða um 50%.

Þjóðverjar náðu að verjast áhlaupi Spánverja í byrjun seinni háfleiks og Spánverjum gekk litið að minnka muninn, staðan, 14-8 eftir 40 mínútur. Meðan ekkert virtist getað gengið upp hjá Spánverjum sem meðal annars voru að klúðra vítakasti, laumuðu Þjóðverjar inn einu og einu marki og munurinn fór upp í 7 mörk þegar seinni háfleikur var hálfnaður, 17-10.

Þjóðverjar einfaldlega að landa Evrópumeistaratitlinum ótrúlega snemma í þessum leik. Tíu spænsk mörk á 45 mínútum segir allt sem sega þarf um vörn og markvörslu Þjóðverja sem aldrei gaf tommu eftir. Það varð svo endanlega ljóst að þegar staðan var 22-13 og fimm mínútur eftir að Spánverjar voru að gefast upp.

Lokastaðan 24-17 og Þýskaland Evrópumeistari eftir leik sem engin sjálfsagt þorði að spá að yrði svo auðveldur fyrir Dag og félaga sem tryggðu sér sæti á Olympíuleikunum í Ríó að auki.
Maður leiksins Andreas Wolff markvörður Þjóðverja.

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA
Athugasemdir