Í dag er Föstudagur 24. nóvember 2017
Heim » EM Póllandi » ,,Dagur gerði kraftaverk með þýska liðið“

,,Dagur gerði kraftaverk með þýska liðið“

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDBOLTA
Mynd: EPA/MACIEJ KULCZYNSKI

Mynd: EPA/MACIEJ KULCZYNSKI

Þýskir fjölmiðlar halda áfram að hrósa okkar manni Degi Sigurðssyni sem gerði Þjóðverja að Evrópumeisturum eftir sigur gegn Spánverjum í kvöld.

Á Morgenpost.de segir að Degi hafi tekist að búa til handboltakraftaverk með þýska liðið en enginn átti von á því að Þjóðverjar yrðu meistarar þegar mótið hófst fyrir rúmum tveimur vikum.

Þá er einnig sagt að með íslenskri vandvirkni hafi allar hans ákvarðanir á mótinu borið árangur. Honum er hrósað fyrir mikla fagmennsku og talað er um að leikmenn liðsins treysti honum fullkomlega.

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA
Athugasemdir