Í dag er Þriðjudagur 23. janúar 2018
Heim » Erlent » Daði Laxdal samdi við Kolstad til tveggja ára

Daði Laxdal samdi við Kolstad til tveggja ára

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDBOLTA

Daði Laxdal Gauatason hefur samið við Kolstad og mun því leika með þeim á næstu leiktíð. Daði sagði samningi sínum við Stord upp fyri skömmu og hefur verið að skoða tilboð síðan.

Daði gerir tveggja ára samning við félagið með möguleika á framlengingu en fyrrum aðstoðarþjálfari Daða aðstoði hann með þetta.

„Aðstoðarþjálfarinn minn hjá Stord er frá Þrándheimi og sagði mér eftir tímabilið að Kolstad væri á höttunum eftir leikstjórnanda sem væri einnig skothætta af og þeir hefðu áhuga að skoða mig í það hlutverk“.

„Ég fór því og skoðaði aðstæður hjá þeim í lok maí og fannst þetta bara smellpassa, þeir stefna á að vera samkeppnishæfir í öllum keppnum og eru mjög líklega með eina bestu umgjörðina í landinu. Ég samdi til tveggja ára með möguleika á framlengingu“.

Daði segist sáttur með að hafa komist að hjá svo stórum klúbb og hann sjái núna að það hafi verið rétt ákvörðun að hafa farið af stað erlendis í fyrra.

„Maður tók ákveðið hliðarskref með því að fara í 1. deildina, en markmiðið var að komast á þetta level á endanum svo ég er bara mjög sáttur með útkomuna og ákvörðunina að fara út í fyrra.  það var einnig áhugi á Íslandi og margt spennandi í boði en á endanum leist mér best á Kolstad.sagði Daði við okkur á Fimmeinn nú seinnipartinn.

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA
Athugasemdir