Í dag er Mánudagur 22. janúar 2018
Heim » Innlent » Coca Cola bikar » Coca Cola Bikarinn | Úrslit og markaskorarar yngri flokka

Coca Cola Bikarinn | Úrslit og markaskorarar yngri flokka

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA

HSÍ FimmeinnYngri flokkarnir léku sína úrslitaleiki í dag og það kannski stóð hæst uppúr að Bikarmeistarar Vals frá því í fyrra í öðrum flokki drengja tapaði titlinum til Fram.

Margir hörkuleikir og á Akureyri þurfti vítakeppni og bráðabana til að knýja fram úrslit, en að lokum fögnuðu Þórsarar sigri. Flott umgjörð og frábær stemning í Höllinni á Akureyri.

Fram og Fylkir eignuðust flesta Bikarmeistara í dag en hvort lið varð lyfti tvisvar sinnum bikarnum í dag. Fylkir hjá 4.flokk félagsins bæði eldri og yngri í kvennafloki. Fram urðu bikarmeistarar í 2,flokki karla og 3 flokki kvenna.

Hér að neðan má sjá úrslit og markaskorara úr leikjum dagsins.

Fram 26-22 HK (3.flokkur kvenna)
HK liðið byrjaði betur og hafði forystu nánast allan leikinn en á síðustu 10 mínútunum náði Fram loks yfirhöndinni og það nægði til sigurs í dag, lokatölur 26-22 Fram í hag. Lena Margrét Valdimarsdóttir var valin maður leiksins en hún skoraði 11 mörk fyrir Fram í dag.
Markaskorarar Fram: Lena Margrét Valdimarsdóttir 11, Erna Guðlaug Gunnarsdóttir 5, Ragnheiður Ósk Ingvarsdóttir 3, Svala Júlía Gunnarsdóttir 3, Harpa María Friðgeirsdóttir 3, Elísabet Mjöll Guðjónsdóttir 1.
Markaskorarar HK: Elva Arinbjarnar 5, Tinna Sól Björgvinsdóttir 3, Birta Rún Grétarsdóttir 3, Berglind Þorsteinsdóttir 2, Azra Cosic 2, Elna Ólöf Guðjónsdóttir 2, Ágústa Huld Gunnarsdóttir 2, Indíana Líf Bergsteinsdóttir 2, Ada Kozicka 1.

Valur 28-27 FH  (3. flokkur karla).
Jafnt var á með liðunum nánast allan leikinn og munurinn aldrei meiri en tvö mörk. Valsmenn skoruðu sigurmarkið þegar örfáar sekúndur voru eftir og þá var tíminn of naumur fyrir FHinga. Lokatölur 28-27 fyrir Val.
Mörk Vals: Sveinn Jose Rivera 5, Arnór Snær Óskarsson 4, Tumi Steinn Rúnarsson 3, Bjarni Ófeigur Valdimarsson 3, Stiven Tobar Valencia 3, Viktor Andri Jónsson 3, Ásgeir Snær Vignisson 2, Markús Björnsson 2, Egill Magnússon 1, Alexander Jón Másson 1, Eiríkur Þórarinsson 1.
Mörk FH: Gísli Þorgeir Kristjánsson 11, Helgi Freyr Sigurgeirsson 6, Jakob Martin Ásgeirsson 4, Einar Örn Sindrason 2, Eyþór Örn Ólafsson 2, Egill Sturluson 1, Logi Aronsson 1.

Fylkir 22-18 ÍBV (4,flokkur kvenna yngri)
Fylkir hafði yfirhöndina mest allan leikinn en ÍBV var skammt undan og gerði harða atlögu að Fylki á lokamínútunum. En að lokum var það Fylkir sem sigraði 22-18, hálfleikstölur voru 10-9. Maður leiksins var valinn Elín Rósa Magnúsdóttir úr Fylki.
Mörk Fylkis:Elín Rósa Magnúsdóttir 6, Selma Rósa Jónsdóttir 6, Katrín Tinna Jensdóttir 5, Hanna Karen Ólafsdóttir 4, Ásthildur Bertha Bjarkadóttir 1.
Mörk ÍBV:Harpa Valey Gylfadóttir 7, Mía Rán Guðmundsdóttir 5, Linda Björk Brynjarsdóttir 4, Hekla Sól Jóhannsdóttir 1, Telma Aðalsteinsdóttir 1.

Þór 29-28 KA ( 4,flokkur karla yngri)
Leikurinn var jafn og spennandi frá fyrstu mínútu til þeirra seinustu og í lok venjulegs leiktíma var staðan 20-20 og því þurfti að framlengja. Að lokinni framlengingu var enn jafnt, 25-25 og því var gripið til vítakeppni. Þar réðust úrslitin loks í bráðabana, lokatölur 29-28 fyrir Þór Akureyri.
Tómas Gunnarsson markvörður Þórs var valinn maður leiksins hann hann varði meistaralega á löngum köflum.
Mörk Þórs: Aron Hólm Kristjánsson 7, Auðunn Ingi Valtýsson 5, Sigurður Bergmann Sigmarsson 5, Daníel Orri Bjarkason 4, Hákon Ingi Halldórsson 2, Jón Ólafur Þorsteinsson 2.
Mörk KA:Arnór Ísak Haddsson 12, Ragnar Hólm Sigurbjörnsson 6, Óli Einarsson 5, Fannar Már Jónsson 1, Þorvaldur Daði Jónsson 1.

Fram 25-22 Valur (2.flokkur karla)
Jafnt var á með liðunum til að byrja með en þegar leið á síðari hálfleik byggði Framliðið upp gott forskot. Valsmenn komu tilbaka á lokamínútunum en það nægði ekki og Fram landaði 3 marka sigri, 25-22.
Lúðvík Thorberg Arnkelsson var valinn maður leiksins en hann skoraði 4 mörk fyrir Fram í dag.

Fylkir 21-16 Fram (4. flokkur kvenna eldri)
Fylkir náði hafði undirtökun nánast allan leikinn og þrátt fyrir að Fram hafi jafnað seint í fyrri hálfleik þá gaf Fylkisliðið ekkert eftir og náði aftur góðu forskoti. Að lokum var það Fylkir sem vann sanngjarnan sigur 21-16.Alexandra Gunnarsdóttir var valin maður leiksins en hún varði 22 skot í marki Fylkis.
Mörk Fylkis: María Ósk Jónsdóttir 8, Elín Rósa Magnúsdóttir 6, Selma María Jónsdóttir 4, Elín Arna Tryggvadóttir 2, Thelma Lind Victorsdóttir 1.
Mörk Fram: Daðey Ásta Hálfdánsdóttir 5, Telma Sól Bogadóttir 4, María Ellen Birgisdóttir 3, Harpa Elín Haraldsdóttir 2, Ragnheiður Ásmundsdóttir 1, Sæunn Nanna Ægisdóttir 1.

Selfoss 28-20 ÍR (4.flokkur karla eldri)
Selfoss komst yfir snemma leiks og hélt þeirri forystu allan leikinn en ÍR sýndi mikla baráttu allan leikinn og gáfust aldrei upp. Lokatölur urðu 28-20 fyrir Selfoss.
Haukur Þrastarson var valinn maður leiksins en hann skoraði 15 mörk fyrir Selfoss í leiknum.
Mörk Selfoss: Haukur Þrastarson 15, Daníel Karl Gunnarsson 3, Gunnar Flosi Grétarsson 3, Sölvi Svavarsson 2, Þorsteinn Freyr Gunnarsson 2, Haukur Páll Hallgrímsson 1, Bergsveinn Vilhjálmur Ásmundsson 1, Daníel Garðar Antonsson 1.
Mörk ÍR: Gunnar Aðalsteinsson 8, Viktor Sigurðsson 5, Atli Kolbeinn Siggeirsson 3, Karl Patrick Marteinsson 3, Hafsteinn Jónsson 1.

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA
Athugasemdir