Í dag er Þriðjudagur 23. janúar 2018
Heim » Coca Cola bikarpage 30

Coca Cola bikar

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA

Einar Jóns: ,,Á góðum degi getum við unnið öll þessi lið“

Einar Jónsson, þjálfari Stjörnunnar, var eðlilega hæstánægður með sigur sinna manna gegn Fram í 8-liða úrslitum Coca Cola bikars karla í handknattleik í kvöld. Sigurinn þýðir að Stjarnan verður eina 1.deildarliðið í pottinum þegar dregið verður í undanúrslitin. Við ræddum við Einar eftir leikinn. „Við vorum bara að spila mjög vel, sérstaklega í fyrri hálfleik. Við vissum að þeir myndu ... Lesa meira »

Stjarnan vann Fram og verður eina 1.deildarliðið í undanúrslitunum

Stjarnan er komin í undaúrslit Coca Cola bikarsins í handknattleik eftir sigur gegn Fram í framlengdum leik í kvöld. Stjarnan verður því eina liðið í undanúrslitunum sem ekki spilar í Olís-deildinni. Það var ekki að sjá á leik liðanna í kvöld að Fram væri í Olís-deildinni en Stjarnan í 1. deildinni. Heimamenn í Stjörnunni byrjuðu leikinn af krafti og náðu ... Lesa meira »

Hvítu Riddararnir með endurkomu gegn Val?

Hvítu Riddararnir, stuðningsmannasveit ÍBV, hefur látið lítið á sér bera það sem af er leiktíð. Sveitin var stofnuð árið 2014 og grunaði þá engan hversu mikið átti eftir að gerast á næstu árum. 2014 er stærsta ár í sögu ÍBV en þar vann liðið sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil þar sem eins marks sigur vannst á Ásvöllum. ÍBV tekur á móti Val ... Lesa meira »

Stórslagur á Ásvöllum í áttaliðaúrslitum

Fyrr í dag var dregið í átta úrslitum Coca-Cola bikars karla. og má að mestu leiti búast við spennandi viðureignum. Topp lið fyrstu deildarinnar, Stjarnan mætir Fram, sem situr í þriðja sæti úrvalsdeildarinnar. Stjarnan er með hungrað lið sem hefur aðeins tapað einum leik í deildinni í vetur. Fram vann tvo af þremur einvígum liðanna í úrvalsdeildinni í fyrra, en ... Lesa meira »

Selfoss áfram í bikarnum eftir sigur á FH

Sel­foss sótti FH heim í Kaplakrika í 16 liða úr­slit­um bik­ars­ins í hand­knatt­leik kvenna í kvöld. Sel­foss var sterkari aðilinn í leiknum og unnu að lokum 28-24. Hrafn­hild­ur Hanna Þrast­ar­dótt­ir var marka­hæst í liði Sel­foss með átta mörk, en Car­men Palam­ariu skorað einu marki minna. Elín Anna Bald­urs­dótt­ir var marka­hæst í liði FH með níu mörk og Sigrún Jó­hanns­dótt­ir kom ... Lesa meira »

Fylkir áfram í 8 liða úrslit eftir stóran sigur á Fjölni

Það var vel mætt í stúkuna í kvöld en Fylkishöllin var nánast full og mikil stemming. Fjölnisstelpur byrjuðu leikinn mun betur og komust í 5-8 Þá vöknuðu Fylkisstelpur til lífsins og jöfnuðu í stöðunni 9-9 Leikurinn var í jafnvægi nokkrar mínútur eftir það en Fylkisstelpur sigu fram úr eftir því sem leið á fyrri hálfleik og staðan í hálfleik 19-15 ... Lesa meira »

Sigurlaug Rúnars: Vorum eins og landsliðið – Þær börðu okkur í spað

Sigurlaug Rúnarsdóttir, leikmaður Vals, var að vonum ósátt með 23-28 tap gegn Haukum í 16 liða úrslitum Coca Cola bikarsins í kvöld. Eftir þokkalega jafnar upphafs mínútur tók við lélegur kafli hjá Val um miðbik seinni hálfleiks og tókst þeim aldrei að jafna sig að fullu eftir það. Silla veit ekki hvað klikkaði. „Ég veit það ekki, við vorum eins ... Lesa meira »

Óskar Ármanns: Unnum leikinn á vörn og markvörslu

Óskar Þór Ármannsson, þjálfari Hauka var að sjálfsögðu ánægður með 23-28 sigur á Val í kvöld. Haukar voru yfir allan leikinn og unnu að lokum öruggan sigur. Óskar segir vörn og markvörslu síns liðs hafa ráðið úrslitum. „Það var varnarleikur og markvarsla. Við vorum líka að spila ágætan sóknarleik. Valur treystir á góða vörn og markvörslu en við náðum góðum ... Lesa meira »