Í dag er Mánudagur 22. janúar 2018
Heim » Coca Cola bikar

Coca Cola bikar

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA

FH íhugar að kæra framkvæmd leiks 3.flokks karla í Coca Cola bikarnum

FH íhugar að kæra framkvæmd leiks í bikarúrslitum 3. fl. karla en leikurinn fór fram í gær. Valur varð bikarmeistari með eins marka sigri á FH. Atvikið sem um ræðir átti sér stað í upphafi seinni hálfleiks en Valsmenn voru tveimur mönnum of margir inná þegar seinni hálfleikur var flautaður á. Tveir Valsmenn höfðu fengið 2 mínútna refsingu þegar 1.50 ... Lesa meira »

Coca Cola Bikarinn | Úrslit og markaskorarar yngri flokka

HSÍ Fimmeinn

Yngri flokkarnir léku sína úrslitaleiki í dag og það kannski stóð hæst uppúr að Bikarmeistarar Vals frá því í fyrra í öðrum flokki drengja tapaði titlinum til Fram. Margir hörkuleikir og á Akureyri þurfti vítakeppni og bráðabana til að knýja fram úrslit, en að lokum fögnuðu Þórsarar sigri. Flott umgjörð og frábær stemning í Höllinni á Akureyri. Fram og Fylkir ... Lesa meira »

Coca Cola Bikarinn | Leikjaplan dagsins hjá yngri flokkunum í dag

Alls fara fram sjö úrslitaleikir í Coca Cola bikarnum í dag og fara þeir allir fram í Laugardalshöll nema leikur Þór gegn KA en hann verður í Höllinni á Akureyri og hefst klukkan 14:00. Það verður án efa mikil stemning á báðum stöðum í dag enda ein stærsta handboltahátið sem yngri flokkarnir spila í vetur. Mikið er undir og baráttan ... Lesa meira »

Bubbi: „Nei, nei ég er ekki að fara á B-5 með þessum gæjum“

Hlynur Morthens markvörður Vals var að vonum sáttur með að vera krýndur bikarmeistari í kvöld eftir sigur á Aftureldingu. „Þetta er ekki minn þriðji Bikarmeistaratitill og ég ætla að taka hann aftur á næsta ári,“ sagði Bubbi ákveðið og gaf þar með því skóna að hann er ekkert að fara að hætta. Við spurðum Bubba út í þá gagnrýni sem ... Lesa meira »

Gulli: „Enginn þreyttur, enginn meiddur , allir 100%“

„Ég er bara hrikalega sáttur með þetta og bara í skýjunum við náum að láta hlutina ganga svona 70% upp miða við planið hjá okkur, varnarleikurinn er mjög góður nánast allan leikinn og fá á sig bara 22 mörk á móti þessu liði er bara mjög sterkt,“ sagði Gulli þjálfari Vals í kvöld eftir sigurinnn gegn Aftureldingu í kvöld. Sóknarlega ... Lesa meira »

Anton Rúnars: „Leyfum okkur að brosa í kvöld en það er æfing á mánudaginn“

Anton Rúnarsson var sáttur eftir sigurinn í dag og sagði þetta hafa verið eitt af markmiðunum fyrir veturinn að verða Bikarmeistari. „Fyrst ég var að koma heim í sumar þá vildi ég vinna titla með Val, ég hef gert það áður og frábært að það hafi tekist. Þetta var frábær leikur frá upphafi til enda, þarna voru margar varnir og ... Lesa meira »

Einar Andri: „Gott að vera á þessum stað að vera að berjast um bikara“

Einar Andri Einarsson þjálfari Aftureldingar var að vonum svekktur með að fara tómhentur heim úr Final Four helginni eftir tap gegn Val í úrslitaleiknum í kvöld. Hann sagði að leikurinn sjálfur hefði leikist eins og hann hefði búist við og í raun hefði Afturelding leikið afskaplega vel lengst af. Þeta hefði ráðist á fríkasti sem Valsmenn hefði fengið undir lokin. ... Lesa meira »

VALUR BIKARMEISTARI 2017

Valsmenn urðu Bikarmeistarar rétt í þessu þegar þeir báru sigurorð af Aftureldingu 25-22 í frábærum leik þar sem Valsmenn voru sterkari á lokakaflanum Það voru Aftureldingsmenn sem voru með frumkvæðið í byrjun en munurinn aldrei meiri en 1-2 mörk. Lítið skorað á kostnað tveggja sterkra varna og staðan 5-4 eftir korter. Liðin með sama mannskap og í undanúrslitaleikjunum í gær ... Lesa meira »

Harri: Fannst æðislegt að allir væru að tala um hversu Framliðið væri sterkt“

Halldór Harri Kristjánsson var kampakátur með syni sýnum eftir sigurinn í Bikarnum þegar lið Stj0rnunnar sigraði Fram eftir gríðarlega skemmtilegan leik. Stjarnan náði góðu forskoti strax í byrjun og Fram skoraði ekki nema 4 mörk fyrtu 20 mínúturnar. Harri sagði það hafa verið upplagið að koma strax vel inn í leikinn og það hefði gengið eftir og verið alger grunnur ... Lesa meira »