Í dag er Sunnudagur 21. janúar 2018
Heim » Myndbönd (page 30)

Myndbönd

Myndbönd

Elías Már: „Vörn og markvarsla að færa okkur þetta í kvöld.“

Elías Már Halldórsson, fyrirliði Hauka, var sáttur með sitt lið í kvöld eftir 10 marka sigur á Selfossi sem hann sagði vel hafa getað verið stærri. Elías sagði vörn og markvörslu í byrjun leiks eða fyrstu 20 mínúturnar hafa lagt grunninn að þessum stóra sigri. „Auðvitað erum við mjög sáttir og þetta var ákveðið framhald af því hvað við vorum ... Lesa meira »

Stefán Árna: „Þegar við mætum svona erum við ekkert merkilegir.“

Stefán Árnason, þjálfari Selfoss, var eðlilega ekki sáttur með 10 marka tap á Ásvöllum í dag og sagði það beint út að þeir hefðu einfaldlega aldrei átt möguleika gegn þessari keyrslu sem Haukar buðu uppá. Lið hans hefði varla náð að snúa eftir að hafa misst boltann og hraðinn hefði einfaldlega verið allt of mikill fyrir lið hans.  Þeir hefðu ... Lesa meira »

Halldór: „Sérstaklega ánægður með varnarleikinn.“

Halldór Jóhann, þjálfari FH, var að vonum brattur eftir sigurinn gegn Gróttu í kvöld. Hann sagði sína menn hafa spilað góða vörn í 58 mínútur og hraðaupphlaupin uppúr því hafi skilað sigrinum. Hann sagði að það hefði ekkert þýtt fyrir sína menn að velta sér upp úr síðustu leikjum, aðeins væri horft fram á við. Hann var ekki nógu ánægður ... Lesa meira »

Gunnar: „Ekki komnir þangað sem við ætlum okkur.“

Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, var að vonum sáttur með frammistöðu síns liðs og sagði afar feginn að sjá að stöðugleikinn væri enn að halda sér hjá liðinu. Hann sagði hraðann hafa verið mikinn og það hefði hentað liðinu vel og þeir hefðu fengið fín færi út úr því. Liðið hefði mætt klárir og verið frábærir í fyrstu 20 mínúturnar. Gunnar ... Lesa meira »

Myndband | Lokakaflinn hjá Fram og Haukum í Olís kvenna.

Leikur Fram og Hauka var hálffurðulegur og sóknarleikur beggja liða langt undir því sem maður á að venjast frá þessum tveimur liðum. Framarar sigruðu leikinn með einu marki, 17-16, eftir að hafa aðeins skorað 5 mörk í seinni hálfleiknum sem er sjálfsagt met hjá Fram síðan Stefán Arnarsson tók við liðinu. Haukar voru lengst af í eltingarleik og þær voru ... Lesa meira »

Stefán Arnars: „Liðið er að koma frá afar erfiðu prógrammi.“

Stefán Arnarsson, þjálfari Fram, var að vonum kátur með enn einn sigurinn en hann sagði þó nokkur þreytumerki á liðinu eftir törnina undafarið en Framliðið er búið að spila gegn sterkustu liðunum á fáum dögum. Hann gat þó ekki annað en verið sáttur með varnarleikinn og markvörsluna þar fyrir aftan en sagði að liðið hefði ekki verið að ná sér ... Lesa meira »

Elín Jóna: „Ég er frekar svekkt, ég viðurkenni það.“

Elín Jóna Þorsteinsdóttir, markvörður Hauka, átti stórleik gegn Fram í kvöld og var með 21 varðan bolta og yfir 50% markvörslu. Hún var því eðlilega svekkt að hafa ekki fengið neitt úr þessum leik miða við líka hvernig vörnin hefði verið að standa fyrir framan sig en Framstelpur skoruðu ekki nema 17 mörk í leiknum. Elín sagði þó hafa verið ... Lesa meira »

Óskar Ármanns: „Gerist eiginlega aldrei að við skorum ekki nema 16 mörk.“

Óskar Ármannsson, þjálfari Hauka, var svekktur með að fá ekkert úr leiknum við Fram í kvöld miða við þann góða varnarleik og markvörslu sem liðið var með. Óskar sagði það afar sjaldgæft að liðið skoraði ekki nema 16 mörk í leik og það hefði verið afar svekkjandi að sjá hversu sóknarleikur liðsins hefði verið hreint út sagt klaufarlegur á köflum. ... Lesa meira »

Guðlaugur Arnarsson: „Ólafur kominn inn og það styttist í Sturlu.“

Guðlaugur Arnarsson, annar þjálfara Vals, var að vonum sáttur með tvö stiga frá erfiðum heimavelli Selfoss í gærkvöldi. Guðlaugur ræddi við Gest Einarsson í sportþættinum í gærkvöldi og sagði meðal annars að um hörkuleik hefði verið að ræða. „Leikurinn var mjög hraður og það var mikið tempó í þessum leik sem bauð upp á mikið af mörkum í kjölfarið. Selfyssingarnir ... Lesa meira »