Í dag er Mánudagur 22. janúar 2018
Heim » Myndbönd

Myndbönd

Myndbönd

Arnar Gunnarsson: „Ég var að sigra elsta handboltamót landsins“

Arnar Gunnarsson þjálfari Fjölnis var að sjálfsögðu brattur eftir að hafa tekið á móti sigurlaununum fyrir að leiða Fjölnir til sigurs á Reykjavíkurmótinu og sagðist nokkuð sáttur með það sem hann sá til liðsins á þessu 5 liða móti. Fjögur Olís deildarlið tóku þátt og sigruðu Fjölnismenn mótið með fullu húsi stiga. Arnar vildi lítið gefa upp hvort þetta væri ... Lesa meira »

Pepp-myndband af því sem koma skal í Olís deild kvenna í vetur

Það styttist óðfluga í að keppni í Olís deild kvenna hefjist og eru nú liðin að hefja lokaundirbúning sinn áður en deildarkeppni hefst. Það er ekki minni spenna fyrir kvennaboltanum í ár en karlamegin enda félagaskiptaglugginn verið ansi líflegur bæði hjá leikmönnum og þjálfurumog heimkoma einna bestu handboltakonu heims, Kareni Knútsdóttur til Fram gerir deildina afar áhugaverða. Fyrir nokkrum vikum ... Lesa meira »

Axel Stefáns: „Höfum neyðst að henda ungum leikmönnum út í djúpu laugina“

Axel Stefánsson landsliðsþjálfari A landsliðs kvenna var í viðtali við Gest Einarsson á Suðurland FM og ræddi þar málefni kvennalandsliðsins. Axel ræddi þar undirbúning liðsins fyrir EM en hann stendur nú sem hæðst. „Við byrjuðum eiginlega í mars þegar við vorum í Hollandi og svo höfum við verið að vinna áfram núna síðustu vikurnar hérna heima en svo förum við ... Lesa meira »

Myndband | Pepp-myndband af því sem koma skal í íslenska boltanum í vetur

Það eru margir orðnir spenntir fyrir að flautað verði til leiks í íslenska handboltanum aftur enda ljóst að efsta deild karla verður líklega sterkari en hún hefur nokkru sinni verið áður. Margir atvinnumenn hafa verið að koma heim og enn eru nokkrir sem eru að semja við félög hér heima. Flest lið eru nú að senda leikmenn sína í stutt ... Lesa meira »

Orri Freyr: „Hafði ekki hugmynd um að við bræður værum komnir með tvisvar tvær“

„Sko það er eitt sem þarf að vera alveg á hreinu að þegar þú ert í Val þá þarf aldrei að taka einhverja markmiðafundi. Það er bra alltaf krafa um titil,“ sagði Orri Freyr Gíslason leikmaður Vals eftir að hafa orðið íslandsmeistari eftir sigur á FH í dag. „Ég er búinn að vera í þessu félagi í einhver 10 eða ... Lesa meira »

Vignir Stefánsson: „Ég sjálfur tók mig aðeins á í janúarmánuði“

Vignir Stefánnsson vinstri hornamaður Vals sagðist aldrei hafa fundið fyrir pirring og að hlutirnir væru ekki að falla með hans mönnum í dag þrátt fyrir að Valsmenn hafi verið undir allan fyrri hálfleikinn. „Ég var aldrei pirraður enda fannst mér þetta aldrei vera neitt að renna úr höndunum á okkur og mér leið allan tímann mjgö vel. Þetta var einn ... Lesa meira »

Gísli Þorgeir: „Það væri fáránlegt af mér að taka ekki af skarið ef ég get það“

Gísli Þorgeir Kristjánsson áttti enn einn stórleikinn í kvöld þegar FH jafnaði metinn á móti Val og eftir situr að oddaleikur verður á sunnudaginn um titilinn. Gísli sagði það hafa verið mikilvægt að þegar Valsmenn náðu að saxa á forskotið að þá gíruðu menn sig í að taka bara eina sókn og eina vörn í einu og það hefði tekist ... Lesa meira »

Ýmir Örn: „Það átti enginn okkar skilið að klæðast treyjunni í kvöld“

Ýmir Örn varnarsleggja Valsara var hundfúll erftir stórt tap í kvöld og viðurkenndi að valsliðið hefði verið algerlega út á túni í kvöld og í raun og veru hefði enginn átt skilið að vera í valstreyjunni í kvöld. „Við mættum ekki til leiks og þetta var þvílíkur aumingjaskapur í okkur og það átti engin skilið að vera í treyjunni í ... Lesa meira »

Einar Rafn: „Skrokkurinn aðeins farinn að segja til sín“

Einar rafn Eiðsson leikmaður FH var sáttur með flottan sigur á móti Val í kvöld og hafa í leiðinni tryggt sér úrslitaleik á móti Val um titilinn. Einar sagði það hafa átt stóran þátt í sigrinum hvernig liðiðhefði mætt til leiks og aftir að hafa náð góðri byrjun hefði það sloppið til að valsmenn hefðu náð góðu áhlaupi í seinni ... Lesa meira »