Í dag er Mánudagur 22. janúar 2018
Heim » HM – Katar

HM – Katar

Íslensku stuðninsmennirnir völdu lagið Sódóma til að spila í höllinni

Það vakti talsverða athygli að í leik Íslands og Túnis í gær hljómaði Sálin hans Jóns míns í hátalarakerfinu á nokkurra mínútna fresti. Þegar við fórum að skoða málið og ræða við íslensku stuðningsmennina kom það í ljós að það voru þeir sem völdu lagið. Reyndar var komið til þeirra af mótshöldurum og fengu íslensku stuðningsmennirnir tvö lög að eigin ... Lesa meira »

Kristján Andrésar og Dagur Sigurðsson með stórsigra í dag

Það gengur allt í haginn hjá Kristjáni Andréssyni og lærisveinum hans í sænska landsliðinu en þeir sigruðu stórt og sannfærandi í dag þegar Svíþjóð sigraði Argentínu 35-17. Þessi sigur var í raun aldrei í hættu og í hálfleik var munurinn 5 mörk, 16-11. Svíðþjóð hefur nú sigrað báða sína leiki og eru með fullt hús stiga í D riðli eins ... Lesa meira »

Alexander komst ekki alveg heill frá leiknum í gær

Alexander Petersson hefur verið einn af betri leikmönnum íslenska liðsins á þessu Evrópumeistaramóti og var lítið hægt að setja út á hans frammistöðu í gær. Alexander virtist hafa meiðst eitthvað í leiknum gegn Hvíta Rússlandi í gærkvöldi og fékk mikla kælingu á kálfa eftir leik. Það yrði klárlega mikið áfall fyrir okkur ef Lexi yrði ekki klár í leikinn gegn ... Lesa meira »

Omeyer hættir með landsliðinu

Franski landsliðsmarkvörðurinn, Thierry Omeyer, mun ekki gefa kost á sér í franska landsliðið eftir Heimsemeistaramótið í Frakklandi 2017. Omeyer hefur spilað með franska landsliðinu frá 1999 og verið einn besti markvörður heims í mörg ár. Hann hefur orðið fjórum sinnum oriðið Heims-og Evrópumeistari ásamt því orðið tvisvar Olympíumeistari. Omeyer er 39 ára, á að baki 306 landsleiki og var valinn ... Lesa meira »

HM í Katar – Júlli diskó stendur fyrir sínu!

Fimmeinn hefur tekið saman nokkrar skemmtilegar klippur af Heimsmeistaramótinu í handbolta sem fram fór í Katar og munu á næstu dögum birtast einhverjar af þeim klippum frá mótinu sjálfu. Í þessu myndbandi má sjá frá öðrum degi Heimsmeistaramótsins þar sem fystu leikir riðlakeppninnar fóru fram í Al Bin höllinni. Fyrri leikurinn dagsins unnu Slóvenar gegn Chile í A-riðli, 36-23, þar ... Lesa meira »

HM í Katar – Heiner Brand um einvígi Guðmundar og Dags

Fimmeinn hefur tekið saman nokkrar skemmtilegar klippur af Heimsmeistaramótinu í handbolta sem fram fór í Katar og munu á næstu dögum birtast einhverjar af þeim klippum frá mótinu sjálfu. Í þessu myndbandi fer Heiner Brand, sem þjálfaði þýska landsliðið frá árinu 1997-2011 yfir leik Dani og Þjóðverja þar sem tveir Íslendingar þjálfuðu sitt hvort landsliðið.Leiknum endaði með jafntefli, 30-30, en ... Lesa meira »

HM í Katar – Leikir Guðmundar teknir fyrir

Alþjóða handknattleikssambandið, IHF, hefur birt skemmtileg myndbönd með leikgreiningum aðra þjálfara sem fylgdust með Heimsmeistarakeppninni sem lauk á sunnudaginn. Hér fyrir neðan má sjá nokkur brot af leikgreiningum úr leikjum danska landsliðsins sem Íslendingurinn, Guðmundur Guðmundsson þjálfar. Danir enduðu í 5.sæti mótsins en töpuðu gegn Spánverjum í 8-liða úrslitum gegn Spáni. Fyrsta myndbandið sýnir myndbrot úr leik Rússa og Dani ... Lesa meira »

HM í Katar – Kennslustund frá Heiner Brand

Fimmeinn hefur tekið saman nokkrar skemmtilegar klippur af Heimsmeistaramótinu í handbolta sem fram fór í Katar og munu á næstu dögum birtast einhverjar af þeim klippum frá mótinu sjálfu. Fyrsta myndbandið er frá þeim ótrúlega leik sem fram fór í 8-liða úrslitum þar sem Guðmundur Guðmundsson og lærisveinar hans í danska landsliðinu töpuðu gegn Spánverjum, 24-25, með lokaskoti leiksins þegar ... Lesa meira »

HM Twitter- Keyptu Katar framlengingu?

twitter merkið

HM í Katar lauk í gærkvöldi með að Frakkar urðu heimsmeiatarar eins og flestir vita og Pólverjar fengu bronsið.  það var eins og áður á þessu móti Twittað hressilega og hér má sjá það helsta frá síðasta HM deginum. Auðvitað voru peningar og Katar fyrirferðamikið Sveinn Birkir ‏@sveinnbirkir  Ég sofnaði. Náði Katarar að ljúka þessum raðgreiðslusamningi? #hmruv Gudmundur Gudbergson ‏@mummigud  Núna þegar ... Lesa meira »

Heimslið HM í Katar tilkynnt – Katar og Frakkar með tvo fulltrúa

Strax eftir leik Frakka og Króata var heimsliðið tilkynnt. Heimsmeistarar Frakka eiga tvo fulltrúa ásamt heimamönnum í Katar. Pólverjar, Spánverjar og Slóvenar eru svo með einn leikmann hver. Heimsliðið er skipað eftirfarandi leikmönnum. Markvörður: Thierry Omeyer (Frakklandi) Vinstra horn: Valero Rivera (Spáni) Vinstri skytta: Rafael Capote (Katar) Leikstjórnandi: Nikola Karabatic (Frakklandi) Hægri skytta: Zarko Markovic (Katar) Hægra horn: Dragan Gajic ... Lesa meira »