Í dag er Miðvikudagur 22. nóvember 2017
Heim » EM Póllandi (page 3)

EM Póllandi

EM Í DAG | Undanúrslitin hefjast og leikið um 5-8 sætið

EM í Póllandi heldur áfram í dag eftir frídag í gær sem mörgum fannst líklega erfitt eftir frábæra skemmtun sem búin er að vera undanfarna daga. Það verða margir hér heima sem bíða spenntir eftir að okkar maður Dagur Sigurðsson mæti á sviðið með Þýska liðið sem mætir því norska í fyrri undanúrslitaleiknum en leikurinn hefst klukkan 17:30. Seinni undanúrslitaleikurinn ... Lesa meira »

Kraftaverkið í Kraká | Ótrúlegur sigur Króata í gær

Snemma í gærdag var ekkert sem benti til þess að Króatía ætti eftir að komast í undanúrslitin á Evrópumótinu í Póllandi. Atburðirnir sem fylgdu í kjölfarið hafa nú verið kallaðir „Kraftaverkið í Kraká“ í króatískum fjölmiðlum. Áður en leikur Noregs og Frakklands hófst var ljóst að ef Króatar ætluðu að eiga möguleika á sæti í undanúrslitunum þyrfti liðið að treysta ... Lesa meira »

Myndband: Flottustu mörkin úr milliriðlunum

Heimasíða Evrópumótsins í Póllandi hafa nú birt myndband með fimm flottustu mörkunum sem skoruð voru í milliriðlunum á mótinu. Mörg ansi flott mörk litu dagsins ljós í milliriðlunum og í myndbandinu má sjá brot af því besta. Hinn franski Nikola Karabatic á flottasta markið í milliriðlunum en öll mörkin má sjá í myndbandinu hér að neðan. Watch this video on ... Lesa meira »

Þjálfari Póllands hættur

Michael Biegler er hættur sem þjálfari pólska landsliðsins í handknattleik. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi eftir niðurlægjandi tap Póllands gegn Króatíu í gær. Með tapinu missti pólska liðið af sæti í undanúrslitunum á EM sem einmitt fer fram í Póllandi en liðið þarf að sætta sig við að spila um 7. sæti mótsins við Svía. Miklar væntingar voru gerðar til ... Lesa meira »

Taktu þátt í kosningu á bestu leikmönnum EM | Enginn Íslendingur tilnefndur

Nú er hafin kosning á bestu leikmönnum Evrópumótsins í handknattleik og getur almenningur tekið þátt í kosningunni. Kosið er um besta leikmanninn í hverri stöðu fyrir sig og eru fimm leikmenn tilnefndir í hverri stöðu. Enginn Íslendingur er tilnefndur sem besti leikmaðurinn í sinni stöðu enda staldraði íslenska liðið stutt við á mótinu. Hér er hægt að taka þátt í ... Lesa meira »

Dagur fékk íslenskan bjór í beinni eftir sigurinn í gær

Þjóðverjar eru í skýjunum með Dag Sigurðsson, þjálfara þýska landsliðsins í handknattleik, eftir að hann náði að koma liðinu í undanúrslit á EM með sigri gegn Dönum í gær. Mikla athygli vakti að þegar Dagur mætti í viðtal við þýsku sjónvarpsstöðina ARD eftir leikinn mætti Stefan Kretzchmar, fyrrum landsliðsmaður Þýskalands, færandi hendi og gaf Degi bjór. Ekki var um hefðbundinn þýskan ... Lesa meira »

Danska pressan gagnrýnir Guðmund

Eftir tap danska landsliðsins gegn Þjóðverjum í gær er ljóst að Danir þurfa að láta sér nægja að spila um 5. sætið á EM í handknattleik. Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska liðsins, er ekki vinsæll í dönskum fjölmiðlum í dag. Guðmundi mistókst einnig að koma liðinu í undanúrslit á HM í Katar í fyrra en þetta er í fyrsta sinn síðan ... Lesa meira »

Tölfræðimolar um Þýskaland og Noreg á EM til þessa

Nú þegar ljóst er að Dagur Sigurðsson og læriveinar hans í Þýska landsliðinu muni mæta Norðmönnum á föstudaginn er gaman að renna yfir tölfræðina hjá liðunum tveim. Þegar hún er lauslega skoðuð kemur í ljós að hún er í raun afskaplega svipuð, Það geta þó kannski flestir verið sammála um að Norðmenn hafa meiri breidd í sínu liði. 19 marka ... Lesa meira »

EM Twitter | Dagur um Dag frá Degi til Dags

twitter merkið

Twittverjar hafa tekið upp gleði sína á ný eftir að Ísland datt út af EM og greinilegt er að það er komið nýtt lið til að styðja. Twittverjar virðast allavega hæstánægðir með árangur Dags Sigurðssonar og þýska liðsins að hafa komið sér í undanúrslit keppninnar. Davíð Már ‏@DavidMarKrist Dagur Sigurðsson er maður mótsins sama hvernig þetta fer. Lárus Helgi Ólafsson ... Lesa meira »

Lokastaðan í milliriðlunum tveim | Aðeins einn Íslendingur eftir

Æsispennandi lokadegi á EM er nú lokið og það gekk mikið á í leikjunum sex sem voru á dagskrá. Kannski gekk minnst á í leik heimamanna í Póllandi gegn Króötum, en 14 marka stórsigur þeirra setti þá fyrir ofan Frakka á markatölu. Eitthvað sem enginn átti kannski von á í upphafi dags. Við Íslendingar vildum að sjálfsögðu sjá bæði Dag ... Lesa meira »