Í dag er Miðvikudagur 22. nóvember 2017
Heim » EM Póllandi (page 10)

EM Póllandi

Rússland vann Ungverja – Slóvenía og Spánn skildu jöfn

Rússland 27-26 Ungverjaland Slóvenía 24-24 Spánn Rússland vann í dag Ungverja 27-26 í D-riðli EM í Póllandi. Rússar voru yfir allan leikinn en köstuðu sigrinum næstum frá sér í lokin. Rússar og Ungverjar eru bæði með tvö stig eftir leikinn en Danmörk og Svarfjallaland mætast í kvöld í seinni leik dagsins í riðlinum. Rússar spila gegn Svartfellingum í síðustu umferðinni ... Lesa meira »

Íslenska liðið hefur áður blómstrað með bakið upp við vegg

Ísland er í erfiðri stöðu fyrir lokaleik sinn í riðlakeppni Evrópumótsins því með tapi gegn Króatíu á morgun gæti liðið verið á heimleið. Liðið hefur áður verið í þessari stöðu á EM og náði þá að snúa genginu sér í vil Árið 2010 byrjaði liðið Evrópukeppnina ekki vel og eftir jafntefli gegn Serbum og Austurríkismönnum í tveimur fyrstu leikjunum var ... Lesa meira »

Ísland ekki unnið Króatíu í tæp 12 ár

Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í handknattleik spilar mikilvægan leik gegn Króatíu á Evrópumeistaramótinu í Póllandi á morgun. Sagan er ekki hliðholl Íslendingum þegar kemur að tölfræði liðanna í seinustu viðureignum. Ísland hefur ekki unnið Króatíu í handbolta í tæp 12 ár eða síðan í nóvember árið. Síðan þá hafa liðin mæst fimm sinnum og hafa Króatar unnið fjóra af ... Lesa meira »

Stefán Rafn: „Við erum þekktir fyrir að vera aðeins klikkaðri“

Stefán Rafn var mættur á blaðamannafund íslenska liðsins í hádeginu í dag og sagði stemningu hópsins vera góða. Menn hefðu klárað svekkelsið í gærkvöldi og farið að sofa með ekkert í hausnum. Menn væru farnir að einbeita sér að fullu að Króatíu leiknum á morgun og þar þyrfti liðið að taka varnarleikinn gegn Norðmönnum og sóknarleikinn gegn Hvít Rússum með ... Lesa meira »

Aron: „það var gjörsamlega fáránlegt að tapa þessum leik“

Aron Kristjánsson þjálfari Íslenska liðsins sagði að dagurinn í dag hefði farið að hluta í að skoða varnarleikinn sem var ekki góður gegn Hvít Rússum í gær. Það væri gott að sjá þvæluna sem menn væru að gera til að eiga auðveldara með að lagfæra hlutina. Jákvæði hlutinn í gærkvöldi hefði verið sóknarleikurinn sem hefði verið hraður. Eitt af því ... Lesa meira »

Hvað þarf að gerast á morgun til að við förum áfram

Staðan í B riðlinum þar sem við Íslendingar spilum fór eiginlega í stóran hnút í gærkvöldi með sigri Norðmanna á Króatíu. Öll liðin eru núna með 2 stig og eiga öll möguleika á að fara áfram en við skulum skoða hvað þarf að gerast til að við Íslendingar fórum í milliriðlanna, Þrjú efstu liðin í riðlinum komast í milliriðil og ... Lesa meira »

Ólafur Guðmunds: „Erum komnir með gott plan“

Ólafur Guðmundsson leikmaður íslenska liðsins kom ekkert við sögu í leiknum á móti Hvít Rússum og leið sjálfsagt ekki vel á bekknum. Hann sagði hafa verið þungt yfir mannskapnum í gærkvöldi egar menn mættu á hótelið eftir tapið gegn Hvíta Rússlandi. Menn væru búnir að setjast niður og ræða vel hvað menn þurfa að gera til að snúa þessum hlutum ... Lesa meira »

Sjúkraþjálfararnir: ,,Kári Kristján vælir mest á nuddbekknum“

Sjúkraþjálfararnir Elís Þór Rafnsson og Pétur Örn Gunnarsson eru mennirnir sem sjá um að halda landsliðsmönnunum okkar mjúkum og við tókum stöðuna á þeim í dag og forvitnuðumst hvernig staðan á leikmönnum okkar væri. Þeir sögðu alltaf ákveðna pústra vera að en allir væru leikfærir. Aðspurðir um hvort einhver leikmaður væli meira en aðrir á nuddbekknum voru þeir fljótir að ... Lesa meira »

Bjarki Már: „Vorum með skituna upp á bak“

Bjarki Már sagði að það hefði verið erfitt að sofna í gærkvöldi eftir hræðilegan leik og hann vissi að menn væru búnir að fara yfir það hvernig það væri hægt að bæta sig. Hann sagði muninn á milli leikja liggja í því að við hefðum lent á móti klókari andstæðingum og í stað þess að þétt sig hefðu menn farið ... Lesa meira »

Guðjón Valur: „Skynjaði engin hættumerki fyrir leikinn í gær“

Fyrirliðinn Guðjón Valur var mættur í hádeginu á blaðamannafund á hóteli strákana og var nokkuð hress eftir gærkvöldið. Hann sagði erfitt að benda á eitthvað eitt atriði hvað hefði farið úrskeiðis í gær í tapinu á móti Hvít Rússum en það væri ljóst að allir hefðu verið langt undir sínu besta. Hann sagði að það hefðu engin hættumerki verið ljós ... Lesa meira »