Í dag er Þriðjudagur 23. janúar 2018
Heim » Erlent (page 5)

Erlent

Gulli: „Voru mikið að láta þurrka svita af gólfinu sem var ekki til staðar“.

Valsmenn leika seinni leikinn gegn, RK Partizan 1949 klukkan 17:00 í dag en Valur er í ágætis málum eftir 21-21 jafntefli í gær. Leikurinn í dag er útileikur hjá Val og því myndi Valur fara áfram með auðvitað sigri eða jafntefli en þá þurfa liðin skora meira en 21 mark. Guðlaugur Arnarsson annar þjálfara Vals segir að leikmenn Partizan hafi verið ... Lesa meira »

Valsmenn gerðu jafntefli við RK Partizan 1949 í fyrri leik liðanna

Valsmenn gerðu 21-21 jafntefli við RK Partizan 1949 í fyrri leik liðanna í 16 liða úrslitum Áskorendakeppni Evrópu nú rétt í þessu. Valsmenn byrjuðu ekki alveg nógu vel og lentu 1-4 undir eftir fyrstu 5 mínúturnar og þeim gekk áfram illa að skora. Staðan eftir 10 mínútna leik 2-5 og bæði mörk Vals úr vítum. Eftir að hafa aðeins hrist ... Lesa meira »

Arnór með nýjan samning við Bergicher og hélt upp á það með viðeigandi hætti

Hægri hornamaðurinn Arn­ór Þór Gunn­ars­son landsliðsmaður og leikmaður Berg­ischer HC hefur framlengt samning sinn við þýska liðið og skrifaði undir nýjan samning sem gildir til ársins 2021. Arn­ór hélt upp þessi tímamót með viðeigandi hætti þegar Bergicher sigraði óvænt  Füch­se Berl­in í gærkvöldi með einu marki 30-29 en Arnór skoraði 5 mörk í leiknum. Sigurinn er afar mikilvægur Bergicher en ... Lesa meira »

Vikan í Danmörku: Aalborg vann toppslaginn

Efsta deild karla í Danmörku hófst á ný í liðinni viku eftir langt jóla- og landsliðshlé en helgina þar á undan voru úrslitin í bikarnum leikin en þar fóru Tandri Már Konráðsson og félagar í Skjern með sigur af hólmi. Aalborg undir stjórn Arons Kristjánssonar og með Stefán Rafn Sigurmannsson, Janus Daða Smárason og Arnór Atlason innaborðs mættu Bjerringbro-Silkeborg í toppslag ... Lesa meira »

Oddur færir sig upp um deild

Akureyringurinn Oddur Gretarsson mun færa sig upp um deild í Þýskalandi þegar leiktíðinni lýkur, og mun ganga til liðs við Rúnar Sigtryggsson og lærisveina hans í Balingen. Oddur fer til Balingen frá Emsdetten sem spilar í þýsku 2. deildinni, en hann hefur spilað þar síðan 2013. Oddur hefur spilað vel með Emsdetten og var til að mynda næst markahæsti leikmaður ... Lesa meira »

Haukastelpur úr leik þrátt fyrir tveggja marka sigur

Haukastelpur eru úr leik í áskorendakeppni evrópu þrátt fyrir tveggja marka sigur í dag, 24-22. Það dugði þeim ekki þar sem Hollenska liðið vann í gær með 3. Varnarlega byrjuðu Haukar mun betur en í fyrri leiknum og Elín Jóna tók strax 3 bolta. Sóknarleikurinn þó stirður hjá báðum liðum og lítið skorað á fyrstu mínútunum, staðan 1-1 eftir 5 ... Lesa meira »

Tandri Danskur Bikarmeistari með Skjern

Tandri Már Kon­ráðsson sem spilar með Skjen í Danmörku varð í dag Bikarmeistari með liðinu eftir sjö marka 27-20 sigur á Bjerr­ing­bro-Sil­ke­borg. Tandri og liðsfélagar hans voru með þennan úrslitaleik í höndunum allan tímann en stgaðan í hálfleik var 13-7 fyrir Skjern. Tandri skoraði sjálfur ekki í leiknum en stóð vörnina. Lesa meira »

Karen Helga: „Ég sjálf átti dapran leik og á mikið inni“

Karen Helga Díönudóttir leikmaður Hauka var einn þeirra leikmaður sem átti ekki alveg sinn besta leik í kvöld í Evrópuleiknum á móti Virto og hún sjálf sagði það beint út að hún ætti mikið inni eins og fleiri leikmenn liðsins. „Það voru bara Ramune og Maria sem voru á pari og við komum með þeim á morgun. Sjálf átti ég ... Lesa meira »

Haukastelpur töpuðu með 3 mörkum á móti Virto en sénsinn er enn til staðar

Haukastelpur töpuðu fyrri leiknum á móti Virto/Quintus í kvöld með 3 mörkum, 26-29 og þurfa talsvert betri leik á morgun til að komast áfram í keppninni. Haukastelpur byrjuðu hreint út sagt hræðilega og misstu boltann hvað eftir annað í hendurnar á Hollensku stelpunum serm voru fljótar að refsa úr hraðaupphlaupum. Haukastelpur með lítinn tíma til að stilla upp í vörn í ... Lesa meira »

Hilmar Þór Guðmundsson óvænt kominn til TSG Ludwigshafen-Friesenheim

Hilmar Þór Guðmundsson markmaður og uppalinn í FH er óvænt kominn á tímabundinn samning hjá liðinu TSG Ludwigshafen-Friesenheim í 2. deildinni í Þýskalandi. Hilmar flutti út til Þýskalands fyrir rúmum 7 árum síðan og spilaði hann þá í 3. deildinni í eitt ár með TuS Ferndorf. Eftir það spilaði hann í 6 ár í 5. deildinni með RSVE Siegen en ... Lesa meira »