Í dag er Þriðjudagur 23. janúar 2018
Heim » Erlent (page 4)

Erlent

Halldór Stefán: „Fram og Selfoss falla“

Halldór Stefán Haraldsson þjálfari kvennaliðs Volada í Noregi var í spjalli við Suðurland Fm í gærkvöldi og ræddi þar við Gest Einarsson í Sportþættinum. Þeir félagar fóru víða í spjalli sínu og ræddu norska boltann og það umhvrfi sem Halldór býr við, en auk þess var að sjálfsögðu farið í íslenska boltann og þar sá Halldór fyrir sér að hans ... Lesa meira »

Handboltaparið Þórey Rósa og Einar Ingi á heimleið

Handboltaparið, Þórey Rósa Stef­áns­dótt­ir og Ein­ar Ingi Hrafns­son munu leika hér heima í efstu deild á næstu leiktíð en þau hafa bæði ákveðið að semja ekki upp á nýtt við félög sín í Noregi. Þórey Rósa hefur spilað með  Vi­pers Kristiansand í Noregi og verið fastamaður í slenska landsliðinu en Einar Ingi er leikmaður Ar­en­dal en þau hafa verið rétt rúm 8 ár ... Lesa meira »

Vikan í Danmörku: Rut áfram í Meistaradeildinni – Vignir og félagar með tap í toppslagnum

Nú er baráttan orðin hörð hjá Íslendingunum í danska boltanum því að deildarkeppninni fer senn að ljúka og því barátta um hvert sæti og stig. Liðin í 2. og 3. sæti, TTH Holsebro og Bjerringbro-Silkeborg, mættust í miðri viku en TTH gat með sigri á heimavelli styrkt stöðu sína verulega í 2. sæti deildarinnar. Það byrjaði þó ekki vel því ... Lesa meira »

Staðfest að Stefán Rafn fari til Ungverjalands

Aalborg Håndbold hefur staðfest á heimasíðu sinni að liðið hafa selt vinsti hornamanninn Stefán Rafn Sigurmannsson til ungverska stórliðsins Pick Szeged frá og með 1. júlí í sumar. Stefán Rafn mun þar mynda hornamanns par með öðrum hávöxnum hornamanni Jonas Källman. Þetta er því gott tækifæri fyrir Stefán að fá að læra frá margreyndum hornamanni með svipaðan spilstíl. Stefán mun ... Lesa meira »

Vikan í Danmörku: Rut deildarmeistari – Stefán Rafn í liði umferðarinnar

Eins og svo áður var mikið um að vera hjá Íslendingunum í Danmörku í vikunni. Í efstu deild karla lék Skjern með Tandra Má Konráðsson innanborðs mikilvægan leik gegn Bjerringbro-Silkeborg í miðri viku en liðin eru í harðri baráttu í 3. og 4. sæti deildarinnar. Skjern-menn mættu grimmir til leiks en þeir skoruðu fyrstu 4 mörk leiksins eftir það slökuðu ... Lesa meira »

Kristinn Guðmundsson kominn með 9 tær uppí 1.deild kvenna í Noreg

Kristinn Guðmundsson þjálfari Førde í 2.deild kvenna í Noregi er kominn með 9 tær uppí 1.deild kvenna eftir að Halden lið Sunnu Jónsdóttir lýsti yfir gjaldþroti. Í 2.deild kvenna eru fjórir tólf liða riðlar og reglurnar eru þannig að þau fjögur lið sem vinna sína riðla mætast í umspili um þrjú laus sæti í 1.deild. Eftir að Halden lýsti yfir ... Lesa meira »

Danmörk: Viggó bjargvætturinn – Einar Logi með endurkomu

Eins og svo áður var mikið um að vera hjá Íslendingunum í Danmörku í vikunni. Umferðin sem leikin var í vikunni endaði í gær þegar að Viggó Kristjánsson og Arnór Freyr Stefánsson og félagar í Randers lékur fallbaráttuslag þegar að Randers lék gegn Tønder en fyrir leikinn voru liðin í neðstu tveimur sætunum þar sem að 1 stig skildi liðin að. ... Lesa meira »

Vikan í Danmörku: Viggó valinn í lið umferðarinnar eftir stórleik í Íslendingaslag

Íslendingarnir halda áfram á láta af sér kveða í danska boltanum en umferðin sem leikin var í vikunni í úrvalsdeild karla endaði í gærkvöldi með Íslendingaslag. Þá áttust við Randers með Viggó Kristjánsson og Arnór Freyr Stefánsson innanborð og Århus með þá Róbert Gunnarsson, Ómar Inga Magnússon og Sigvalda Guðjónsson í sínum röðum. Bæði þessi lið eru í mikilli baráttu ... Lesa meira »

Íslensku mörkin | Ólafur Guðmunds fór hamförum um helgina

Íslenskir handboltamenn voru á fullu með liðum sínum um helgina og ýmist í Evrópukeppnum og deildarleikjum. Hér að neðan má sjá það helsta sem gerðist hjá íslendingunum með liðum sínum. Ólafur Guðmundsson fór hamförum og skoraði 10 mörk fyrir lið sitt Kristianstad í B-riðli Meistaradeild Evrópu í gær en það dugði þó ekki til því Kristianstad tapaði fyrir Rhein-Neckar Löwen, 29-31. ... Lesa meira »

Valsmenn komnir áfram í Áskorendakeppni Evrópu eftir annað jafntefli

Valsmenn eru komnir áfram eftir sigur á Partizan en liðin gerðu annað jafnteflið í röð rétt í þessu, 24-24. Þetta þýðir að þar sem þetta var útileikur skoraði Valur fleiri mörk á útivelli og eru komnir áfram. Eins og í fyrri leiknum voru Valsmenn full lengi í gang og þeir skoruðu ekki fyrsta mark sitt fyrr en á 6.mínútu og ... Lesa meira »