Í dag er Þriðjudagur 23. janúar 2018
Heim » Erlent » Danmörk

Danmörk

Danmörk: Aalborg meistari

Skjern og Aalborg mættust í öðrum leik liðanna í einvíginu um danska meistaratitilinn en bæði lið gátu með sigri tryggt sér titilinn. Aalborg mætti grimmt til leiks og voru staðráðnir í að selja sig dýrt í leiknum en þeir byrjuðu betur í leiknum og voru fljótlega komnir með frumkvæðið en staðan eftir 20 mínútur var 10 – 6 Aalborg í ... Lesa meira »

Danmörk: Jafntefli í fyrsta leiknum hjá Aalborg og Skjern

Í dag fór fram fyrsti leikur úrslitaeinvígisins um danska meistaratitilinn en þá mættust íslendingaliðin Aalborg undir stjórn Arons Kristjánssonar og með þá Arnór Atlason, Stefán Rafn Sigurmannsson og Janus Daða Smárason innaborðs og Skjern með Tandra Má Konráðsson í sínu liði. Það voru heimamenn í Aalborg sem byrjuðu betur og komust fljótlega í 3 – 0 en þá tóku Skjern-menn ... Lesa meira »

Danmörk: Íslendingaslagur í úrslitum – Rut fékk brons

Nú í kvöld lauk undaúrslitum karla í Danmörku þegar að Aalborg undir stjórn Arons Kristjánssonar léku gegn Bjerringbro-Silkeborg. Um var að ræða oddaleik en bæði lið höfðu unnið sinn leikinn hvort þegar að koma að leiknum í kvöld sem leikinn var fyrir framan 5000 manns í Jutlander Bank Arena í Aalborg. Það voru heimamenn í Aalborg sem mættu grimmari til ... Lesa meira »

Danmörk: Tandri og félagar komnir í forustu

Í gær hófst seinna undanúrslitaeinvígið hjá körlunum en þá mættust Skjern og Ribe/Esbjerg. Skjern sem var á heimavelli í leiknum skoraði fyrsta mark leiksins en þá tóku gestirnir frumkvæðið og þegar að 20 mínútur voru búnar voru þeir 9 – 7 yfir. Það var þó Skjern sem lék betur síðustu mínúturnar í fyrri hálfleiknum og þegar að liðin gegnu til hálfleiks ... Lesa meira »

Danmörk: Aalborg vann fyrsta leikinn

Í kvöld mættust Aalborg undir stjórn Arons Kristjánssonar og Bjerringbro-Silkeborg í fyrsta leik sínum í undanúrslitunum um danska meistaratitilinn. Leikið var í Álaborg en það voru þó gestirnir sem byrjuðu betur og eftir tæpar 15 mínútur voru þeir yfir 5 – 3. Þá tók Aron leikhlé og skilaði það sér því að þegar leið á fyrri hálfleikinn náði Aalborg undirtökunum og ... Lesa meira »

Danmörk: Sigur hjá Rut

Midtjylland með Rut Jónsdóttur innaborðs lék í kvöld fyrsta leik sinn gegn Viborg í einvígi liðanna um 3. sætið í danska handboltanum. Leikið var á heimavelli Midtjylland og komu þær grimmar til leiks og náðu fljótlega undirtökunum í leiknum en í hálfleik voru þær yfir 15 – 11. Í seinni hálfleiknum létu heimastúlkur ekki forskotið frá sér og unnu á ... Lesa meira »

Danmörk: Aalborg og Skjern í undanúrslit – Rut úr leik

Riðlakeppnin í úrslitakeppni karla lauk um helgina og var þá ljóst hvaða 4 lið leika í undanúrslitum. Aalborg mætti Skjern í Íslendingaslag en fyrir leikinn var Skjern búið að tryggja sig áfram á meðan Aalborg undir stjórn Arons Kristjánssonar þurfti að vinna til að tryggja sig inn í undanúrslitin. Það sást strax frá upphafi á leiknum að annað liðið hefði ... Lesa meira »

Danmörk: TTH og Midtjylland í slæmri stöðu

Úrslitakeppnin í Danmörku hélt áfram um helgina og í gær þegar að karlarnir léku 4. leik sinn af 6 í riðlakeppninni og hjá konunum hófust undanúrslitin. TTH er komið í slæma stöðu í riðli 2 eftir tap á útivelli gegn Ribe-Esbjerg en liðin mættust í hörkuleik þar sem aldrei var langt á milli liðanna. TTH var annars með forskot þegar ... Lesa meira »

Danmörk: Skjern vann Íslendingaslaginn – Vignir sá rautt

Úrslitakeppnin í Danmörku hélt áfram í dag og í gær og er riðlakeppnin því hálfnuð. Í gær fékk TTH Holstebro Bjerringbro-Silkeborg í heimsókn í riðli 2 og eftir jafnar upphafsmínútur voru það gestirnir sem náðu frumkvæðinu en staðan í hálfleik var 15 – 11 Bjerringbro í vil. TTH hóf seinni hálfleikinn af krafti og voru þeir búnir að jafna eftir ... Lesa meira »

Danmörk: TTH með öruggan sigur í fyrsta leik í úrslitakeppninni

Fyrsta umferð úrslitarkeppninnar hjá körlunum lauk í fyrr kvöld þegar að TTH Holstebro heimsótti Mors-Thy. TTH-menn mættu grimmir til leiks í fyrri hálfleik og voru þeir með frumkvæðið frá byrjun hans en þeir komust í 6 – 2 eftir 10 mínútur. Þegar að liðin gegnu til hálfleiks voru TTH búnir að bæta í forskotið og voru þeir yfir 14 – ... Lesa meira »