Í dag er Þriðjudagur 23. janúar 2018
Heim » Erlent » Landslið (page 10)

Landslið

EM | Hvað segir veðbankinn?

mikkel hansen

Nú þegar Evrópumeistaramótið í Danmörku er í fullum gangi er allt á fullu hjá veðbönkum heimsins. Einn slíkur er bet365 og ætlum við að fara aðeins yfir nokkur atriði varðandi þann veðbanka. Einn af þeim hlutum sem hægt er að veðja á, er það hverjir verða Evrópumeistarar. Danir eru þar taldir líklegastir en þeir hafa stuðulinn 1.90 sem þýðir það ... Lesa meira »

EM | Hverjir skora mest?

Ásgeir Örn

Nú þegar að milliriðlarnir eru byrjaðir ætlum við að kíkja aðeins yfir lista markahæstu manna á Evrópumótinu til þessa en nokkur stór nöfn eru á lista eins og búast mátti við. Íslendingar eru eina þjóðin sem að á tvo menn af þessum tíu sem eru hæstir.  Í efsta sæti listans trónir Kiril Lazarov sem leikur fyrir Makedóníu, hann hefur skorað ... Lesa meira »

EM | Aguinagalde kemur inn í spænska hópinn

Aguinagalde

Spánverjar hafa kallað til baka einn besta línumann heims, hann Julen Aguinagalde en hann hefur verið að glíma við meiðsli sem hafa komið í veg fyrir að hann hafi spilað á þessu Evrópumóti. Aguinagalde var í stjörnuliðinu á seinustu tveimur stórmótum, Ólympíuleikunum og síðasta heimsmeistaramóti. Hann spilar fyrir Kielce í Pólland, Þórir Ólafsson leikur einnig með liðinu. Sá spænski er ... Lesa meira »

EM | Frakkar unnu stórleikinn

Frakki

Frakkar og Króatar áttust við í sannkölluðum stórleik í milliriðli tvö í gærkvöldi en liðin höfðu bæði tekið með sér fjögur stig úr riðlum sínum. Frakkar byrjuðu af miklum krafti en það gerðu Króatar líka og varð úr því rosalega jafn og spennandi leikur. Jafnt var á öllum tölum upp að 6-6 en þá komust Króatar þremur mörkum yfir en ... Lesa meira »

EM | Svíar sigruðu særða Rússa

Rússneskt víti

  Svíar og Rússar áttust við í milliriðli tvö í gær en fyrir leikinn höfðu Rússar engin stig á meðan að Svíar höfðu sótt tvö með sigri á Hvíta-Rússum. Það er óhætt að segja að leikurinn hafi verið mjög kaflaskiptur en Svíar sigruðu leikinn á hreint ótrúlegum fyrri hálfleik og voru nánast búnir að tapa honum á skelfilegum seinni hálfleik. ... Lesa meira »

EM | Milliriðill 1 | Staðan og næstu leikir

Staðan í riðli eitt

Leiknir verða þrír leikir í milliriðli eitt í dag en í honum leika meðal annars Íslendingar. Íslendingar sigruðu Austurríkismenn á laugardaginn með miklum yfirburðum en þeir sitja á botninum með engin stig. Eins og þið sjáið hér á myndinni eru Danir á toppnum með sex stig úr þremur leikjum en Spánverjar fylgja fast á hæla þeirra með fjögur stig. Þar ... Lesa meira »

EM | Pólverjar með ótrúlega endurkomu

Pólskir

Hart var barist í leik Pólverja og Hvíta-Rússa í milliriðli tvö í gær og voru ótrúlegar sveiflur í leiknum. Fyrir leikinn höfðu Pólverjar 2 stig og Hvíta-Rússar ekki neitt.  Pólverjar byrjuðu betur og komust nokkrum mörkum yfir en alltaf náðu Hvíta-Rússar að svara með Siarhei Rutenka fremstan í flokki. Þegar leið á fyrri hálfleikinn hertu Pólverjar tökin og náðu þriggja ... Lesa meira »

EM | Ungverjar ekki í vandræðum með Makedóna

Gabor Czar

Ungverjar og Makedóníumenn mættust í fyrsta leik milliriðlana í dag. Leikurinn var lítt spennandi þar sem Ungverjar voru með mikla yfirhönd alveg frá byrjun leiks og út leikinn en hann endaði með 6 marka sigri Ungverja, 31-25. Það voru Ungverjar sem mættu mun grimmari til leiks og fóru með 7 marka forskot inn í búningsklefa í hálfleik, 16-9. Seinni hálfleikur ... Lesa meira »

EM | D-riðill | Króatar fara með 4 stig inn í milliriðil og Svartfellingar sendir heim

domagoj-duvnjak

Króatar unnu eins marks sigur á Svíum, 25-24, í úrslitaleik D-riðils á Evrópumótinu í handbolta í kvöld. Lið Svíþjóðar og Króatíu höfðu bæði unnið alla leiki sína fram að þessu sem þýddi að bæði liðin voru örugg með tvö stig inn í milliriðilinn.  Króatar unnu leikinn 25-24 og fara því með fjögur stig inn í milliriðil tvö en Svíarnir byrja ... Lesa meira »

EM | Frakkar, Pólverjar og Rússar áfram

franskur joli

Seinasta umferðin í C-riðli var leikin í kvöld en það var hlutverk Serba að sitja eftir í þessum sannkallaða dauðariðli. Serbar fóru alla leið í undanúrslit á seinasta Evrópumóti en þar biðu þeir lægri hlut gegn Dönum í úrslitaleik.  Fyrr í dag áttust við Pólverjar og Rússar í leik sem Pólverjar þurftu nauðsynlega að sigra til þess að fara áfram ... Lesa meira »