Í dag er Fimmtudagur 27. júlí 2017
Heim » Innlent (page 5)

Innlent

Elías Bóasson á leið til ÍR

Samkvæmt heimildum Fimmeinn mun örvhenta skyttan, Elías Bóasson leikmaður Fram ganga til liðs við ÍR og spila með þeim í Olís deildinni næsta tímabil. Elías spilaði 25 deildarleiki með Fram síðasta tímabil og skoraði í þeim 22 mörk en markahæsti leikmaður Fram, Arnar Birkir Hálfdánsson lék sömu stöðu. Það er ljóst að ÍR ngar fá öfluga styrkingu með komu Elíasar í ... Lesa meira »

Finnbogi Grétar mun stýra ÍR stelpum í 1.deild kvenna

Finnbogi Grétar Sigurbjörnsson mun stýra kvennaliði ÍR á næstu leiktíð í 1.deild kvenna. Finnbogi þekkir vel til ÍR  og hefur bæði spilað og þjálfað hjá félaginu auk þess að verða bikarmeistari með meistaraflokki karla. Þá hefur Finnbogi verið viðriðin þjálfun talsvert lengi og var meðal annars aðstoðarþjálfari íslenska kvennalandsliðsins auk þess að hafa þjálfað félagslið hér heima.   Lesa meira »

Helena Rut Örvarsdóttir semur við Byåsen Elite

Helena Rut Örvarsdóttir leikmaður Stjörnunnar er samkvæmt heimildum Fimmeinn búin að semja við norska stórliðið Byåsen Elite. Helena sem var ein af sterkustu stoðum Stjörnunnar á síðustu leiktíð hefur verið undanfarið að skoða aðstæður og ræða við forráðamenn norska liðsins og eftir því sem Fimmeinn kemst næst hefur Helena skrifað undir 2 ára samning við félagið. Byasen er eitt af ... Lesa meira »

Davíð Svansson ver mark Hvíta Riddarans í vetur

Davíð Svansson  hef­ur skrifað und­ir eins árs samn­ing við hand­knatt­leiks­deild Hvíta Riddarans. Hann kem­ur til fé­lags­ins frá Aftureldingu. Davíð var búinn að gefa það út að hann væri hættur í handknattleik og myndi snúa sér alfarið að þjálfun en hann er og verður áfram með kvennalið Aftureldingar ásamt Haraldi Þorvarðarssyni. Hvíti Riddarinn mun leika í 1. deildinni á komandi tímabili, ... Lesa meira »

KA samdi við Færeyska örvhenta skyttu

Handknattleiksdeild KA hefur gert samning við unga og efnilega örvhenta skyttu frá Færeyjum. Sá heitir Áki Egilsnes og er fæddur árið 1996. Áki kemur til liðs við KA frá VÍF í Færeyjum, en þar áður lék hann með TMS Ringsted í næst efstu deild í Danmörku. Áki er gríðarlega öflug og efnileg skytta, 187 cm á hæð og aðeins 21 ... Lesa meira »

FH ingar komnir í Evrópukeppnina

FH ingar munu taka þátt í Evrópukeppni EHF en umsókn þeirra um að koma inn sem aukalið hefur verið samþykkt af Ehf. FH var með keppnisrétt í áskorendakeppni EHF en afþökkuðu það en sóttu um að koma inn í aðalkeppnina í staðinn. Ásgeir Jónsson formaður handknattleiksdeildar sagði við Fimmeinn í dag vera afar sáttur með niðurstöðu EHF og að sjálfsögðu ... Lesa meira »

U-17 karla | 3 sætið á European Open og Stiven Valencia valinn í All star

U-17 ára landslið Íslands vann Noreg 31-25 í Scandinavium höllinni í Gautaborg og tryggði sér þar með 3. sætið á European Open. Leikurinn fór fjörlega af stað, íslenska liðið byrjaði betur en Norðmenn komu sterkir tilbaka og náðu 4 marka forystu þegar 23 mínútur voru liðnar. Strákarnir okkar tóku þá mikinn sprett, jöfnuðu leikinn og komust yfir á örskömmum tíma. ... Lesa meira »

Jóhann Reynir skiptir um lið í danmörku

Jóhann Reynir Gunnlaugsson fyrrum leikmaður Víkings sem samdi við Lemvig í fyrra hefur samið við Randers og mun því spila með þeim á næsta tímabili. Þetta er talsvert stökk handboltalega séð fyrir Jóhann enda Randers mun meira atvinnumannalið og stærri klúbbur í danmörku. Jóhann hefur átt góðu gengi að fagna hjá Lemvig og er mikil ánægja hjá Randers að hafa náð ... Lesa meira »

U-21 karla með sigur á þjóðverjum í æfingaleik

U-21 árs landslið karla sigraði í gær Þýskaland 33-30 í æfingarleik en leikið var í Konstant í Þýskalandi. Staðan í hálfleik var 18-14 Íslandi í vil. Strákarnir eru þessa dagana að undirbúa sig fyrir HM sem fram fer í Alsír í sumar og mæta þeir Frökkum í 2 vináttulandsleikjum um helgina. Mörk Íslands í leiknum skoruðu: Ómar Ingi Magnússon 6, ... Lesa meira »

Hildur Karen komin í Aftureldingu

Hildur Karen Jóhannsdóttir hefur skrifað undir 2 ára samning við Aftureldingu en karen leikur bæði sem miðja og skytta. Hildur Karen er uppalin Fjölnisstelpa sem byrjaði að æfa handbolta 7 ára gömul. Hildur Karen gekk til liðs við Fylki í 4.flokki og hefur spilað þar síðan og staðið sig vel. „Hildur hefur tekið þátt í öllum yngri landsliðum í gegnum ... Lesa meira »