Í dag er Fimmtudagur 27. júlí 2017
Heim » Innlent (page 4)

Innlent

Atli Ævar samdi við Selfoss

Línumaðurinn Atli Ævar Ingólfsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við Selfoss. Ásamt því að vera línumaður er hann öflugur varnarmaður. Atli Ævar, sem er 29 ára, hefur leikið sem atvinnumaður í Danmörku og Svíþjóð síðustu fimm árin en auk þes á hann að baki 8 A-landsleiki. Atli Ævar er uppalinn hjá Þór á Akureyri en gekk í raðir HK ... Lesa meira »

Einar Guðmunds: „Verðlaunasæti er raunhæft markmið“

Einar Guðmundsson hefur lengi verið viðriðin yngri landslið Íslands og þekkir þau öll afar vel en Einar er nokkuð bjartsýnn fyrir HM í Alsír og segir verðlaunasæti eitthvað sem vel sé hægt að stefna á. Við ræddum stuttlega við Einar um þau meiðsli sem hrjá hópinn fyrir mótið en Einar segir að það sé erfitt að þurfa að skilja Egil ... Lesa meira »

HM U-21 | Steini: „Strákarnir hafa lengi vitað af þessu síðasta móti þeirra“

„Mér líst ágætlega vel á þetta verkefni og við komum ákaflega vel undirbúnir á þetta mót og höfum náð að æfa og undirbúa okkur mjö0g vel og í raun betur heldur en oft áður fyrir stórmót“. Sagði Sigursteinn Arndal annar þjálfari U-21 árs liðsins sem nú er komið til Alsír á HM og er á lokaundirbúningnum fyrir fyrsta leik gegn ... Lesa meira »

Þráinn Orri búinn að skrifa undir hjá Elverum

Þráinn Orri Jónsson sem sló í gegn með Gróttu á síðasta tímabili hefur skrifað undir hjá Elverum en þetta er staðfest á heimasíðiu félagsins nú seinnipartinn. Mörg lið voru að falast eftir línumanninum sterka bæði hér heima og erlendis en nú er það ljóst að þetta sterka lið hefur lokið samningaviðtæðum við kappann en það samdi við hann næstu tvö ... Lesa meira »

Anadin Suljakovic mun verja mark Selfoss í vetur

Selfyssingar hafa gengið frá markmannakaupum fyrir næsta tímabil og hafa samið við ungan kappa frá Qatar, Anadin Suljakovic. Anadin er fæddur 1998 og er 197 cm á hæð og hefur spilað í Qatar í tvö ár. Hann er með tvöfalt ríkisfang og hefur leikið fyrir unglingalandslið Qatar s.l.2 ár. Anadin Suljakovic æfði með Selfyssingum í lok maí og heillaði þjálfara ... Lesa meira »

Pepp-myndband af því sem koma skal í Olís deild kvenna í vetur

Það styttist óðfluga í að keppni í Olís deild kvenna hefjist og eru nú liðin að hefja lokaundirbúning sinn áður en deildarkeppni hefst. Það er ekki minni spenna fyrir kvennaboltanum í ár en karlamegin enda félagaskiptaglugginn verið ansi líflegur bæði hjá leikmönnum og þjálfurumog heimkoma einna bestu handboltakonu heims, Kareni Knútsdóttur til Fram gerir deildina afar áhugaverða. Fyrir nokkrum vikum ... Lesa meira »

U-21 karla | Kristján Örn: „Hugur okkar allra er hjá Gísla Þorgeiri“

Það er hoggið smá skarð í leikmannahóp íslenska U-21 árs landsliðsins sem nú er komið til Alsír á HM en þrír leikmennn  sem allir hafa verið viðriðnir liðið sátu eftir heima vegna meiðsla. Línumaðurinn Sturla Magnússon hefur verið að glíma við brjósklos í baki í talsverðan tíma og fór í aðgerð í sumar og hann varð því að sitja heima ... Lesa meira »

U-21 | Strákarnir lagðir af stað á HM | Undanriðillinn á ekki að vera vandamál

  Íslenska U-21 árs landslið Íslands er farið til Alsír á HM og verður fyrsti leikur liðsins gegn Argentínu 18 júlí eða á þriðjudaginn. Það er ljóst að það má gera kröfu um að íslenska liðið skili sér uppúr undanriðlinum enda fjögur lið sem fara beint upp úr hverjum riðli. Ísland er einfaldlega með eitt sterkasta liðið í þessum riðli ... Lesa meira »

16 manna lokahópurinn hjá U-21 karla fyrir HM

Sigursteinn Arndal og Ólafur Stefánsson hafa valið þá 16 leikmenn sem taka þátt í Heimsmeistaramóti u-21 árs landsliða í Alsír. Mótið hefst 18. júlí og leika strákarnir okkar gegn Argentínu í fyrsta leik. Heimasíðu mótsins er https://www.algeriahandball2017.com/ Íslenski hópurinn: Arnar Freyr Arnarsson, Kristianstad Aron Dagur Pálsson, Stjarnan Birkir Benediktsson, Afturelding Dagur Arnarsson, ÍBV Einar Baldvin Baldvinsson, Valur Elliði Snær Viðarsson, ... Lesa meira »