Í dag er Fimmtudagur 27. júlí 2017
Heim » Innlent (page 20)

Innlent

Handboltinn lúffar fyrir körfunni og KR ingar ekki með meistaraflokk á næsta ári

Aðalstjórn KR hefur loks gefið það út að handknattleiksdeild KR muni ekki tefla fram liði í úrvalsdeild á næsta ári og því mun KR ekki taka sæti sitt sem þeir unnu sér inn í efstu deild í vetur. Megin ástæða þess segir stjórn KR vera húsnæðisskorut og félagið hafi ekki og geti ekki boðið handknattleiksdeildinni þá aðstöðu sem þurfa þykir ... Lesa meira »

Þór mun ekki slíta samstarfi sínu við KA | Akureyri áfram Akureyri

Akureyri logo

Aðalstjórn Þórs á Akureyri hefur sent frá sér tilkynningu vegna umræðunnar síðustu daga um að Akureyri handboltafélag verði lagt niður. Í fréttatilkynningunni kemur fram að aðalstjórn Þórs munu standa við sinn hluta samning sem var gerður á siínum tíma og skila inn þáttökutilkynningu um að Akureyri muni áfram spila undir merkjum Handboltafélags Akureyrar. „Vegna umfjöllunar í fjölmiðlum um framtíð Akureyri ... Lesa meira »

Þórunn Friðriksdóttir til liðs við HK

Handknattleiksdeild HK hefur samið við Þórunni Friðriksdóttur fyrrum leikmann Fylkis og Gróttu til tveggja ára. „Þórunn er leikmaður sem að kemur til með að styrkja okkar unga og efnilega lið í baráttunni fyrir toppsæti á komandi tímabili“. „Við erum gríðarlega ánægð með að hafa samið við sterkan leikmann sem hefur reynslu og getu til að ná þeim markmiðum sem að ... Lesa meira »

Körfuboltinn vill ekki handboltann í Frostaskjólið

Körfuknattleiksdeild KR berst gegn því að handknattleiksdeildin fái að fara upp í efstu deild og að þeirra frumkvæði var settur fundur á í gærkvöldi hjá aðalstjórn KR. KR mun að öllum líkindum því ekki senda lið til þátttöku í efstu deild karla í handbolta á næstu leiktíð þrátt fyrir að hafa unnið sér inn keppnisrétt. Meðal þess sem körfuknattleiksdeildin sér ... Lesa meira »

Magnús Óli samdi við Valsmenn

Eins og við á Fimmeinn sögðum frá fyrr í vikunni er Magnús Óli magnússon að koma heim úr atvinnumennskunni en hann hefur spilað með sænska liðinu Ricoh. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Fimmeinn samdi Magnús Óli við Val og er tryggt að hann spili með þeim næsta tímabil. Magnús sem er uppalinn FH ingur ræddi  samkvæmt heimildum Fimmeinn ræddi Magnús við uppeldisfélag sitt ... Lesa meira »

Einar Baldvinsson til Valsmanna

Ein­ar Bald­vin Bald­vins­son hinn ungi og efnilegi markvörður Víkinga hefur skrifað undir samning hjá Val og mun spila með þeim næsta tímabil. Einar hefur vakið mikla athygli unanfarin misseri og þykir einn af efnilegustu markvörðum landsins en hann hefur átt fast sæti í unglingalandsliðum Íslands. það er ljóst að Valsmenn fá mikinn styrk með komu Einars á Hlíðarenda. Lesa meira »

Þórhildur Braga og Rakel Sigurðar komnar til Hauka

Samkvæmt heimildum Fimmeinn.is hafa þær, Þórhildur Bragadóttir og Rakel Sigurðardóttir ákveðið að yfirgefa HK og spila með Haukum næsta vetur. Þórhildur og Rakel voru með bestu leikmönnum HK liðsins í vetur og var Þórhildur langmarkahæst leikmanna liðsins með 90 mörk í 27 leikjum. Rakel Sigurðardóttir sem er línumaður gerði 40 mörk í 21 leik en báðar eru þær öflugir varnarmenn ... Lesa meira »

Valsmenn komnir í forystu gegn FH eftir sigur í Kaplakrika

Valsmenn eru komnir í forystu eftir sigur á FH á heimavelli þeirra í kvöld en lokatölur urðu 24-28 sem verður að teljast sanngjarnt. Fyrri hálfleikur var hin mesta skemmtun og leikurinn alveg í járnum þó valsmenn hafi verið skrefinu á undan lengst af fyrstu 30 mínúturnar og leitt með tveim mörkum í hálfleik 12-14. Bæði lið að leika flottan varnarleik ... Lesa meira »

Framstelpur komnar með 2-0 forystu í einvíginu á móti Stjörnunni

Fram stelpur eru komnar í ansi hrein vænlega stöðu í úrslitrimmunni við Stj-rnuna eftir að hafa sigrað annan leikinn í röð og eru því komnar 2-0 yfir í einvíginu en lokatölur í dag urðu 25-22. Eftir að Framstelpur höfðu gert fyrsta mark leiksins voru það  Stjörnustelpur sem voru skrefinu á undan lengst af í fyrri hálfeik og náðu  mest 3 ... Lesa meira »

Fáum við annan spennutrylli hjá stelpunum í kvöld?

Í úrslitaeinvígi Olísdeildar kvenna mætast Stjarnan og Fram öðru sinni í kvöld kl. 18.30 í Framhúsinu. Staðan í einvíginu er 1-0 fyrir Fram, en fyrsta leiknum lauk með eins marks sigri Fram 25-24. Síðasti leikur ar kaflaskiptur háspennutryllir þar sem úrslit réðust á lokasekúndunum og það er ekki við neinu öðru að búast í kvöld. Leikurinn er sýndur í beinni ... Lesa meira »