Í dag er Miðvikudagur 22. nóvember 2017
Heim » Innlent (page 20)

Innlent

Fyrsti slúðurpakki sumarsins

Nú þegar deildarkeppnum er lokið hér heima er mikið að gerast á bak við tjöldin í bæði leikmanna og þjálfara málum. Við hér á Fimmeinn verðum að sjálfsögðu með puttann á púlsinum og munum birta reglulega svokallaðann slúðurpakka en hann inniheldur helstu sögusagnir sem eru í loftinu og okkur berast reglulega. Við bendum þó á að ekkert af því sem ... Lesa meira »

Björgvin Hólmgeirsson kominn heim í ÍR

Björgvin Hólmgeirsson hefur ákveðið að snúa heim úr atvinnumennsku og spila með uppeldisliði sínu ÍR aftur en þetta kemur fram á Facebooksíðu ÍR í morgun. Björgvin hefur spilað unanfarin 2 ár í Dubai við góðan orðsðstír en það er ljóst að ÍR ingar styrkjast mikið við komu hans. „Okkur er bæði ljúft og skylt að kynna fyrir ykkur nýjast liðsmann ... Lesa meira »

Örn Þrastarsson ráðinn þjálfari meistaraflokks kvenna á Selfossi

Örn Þrastarsson hefur verið ráðinn þjálfari Meistaflokks Selfoss fyrir næstu leiktíð en hann tekur við af þeim Grími Hergeirssyni og Árna Stein Steinþórssyni sem tóku við liðinu eftir að þeir Sebastian Alexanderssyni og Zoran Ivic var sagt upp störfum. Örn mun hafa Rúnar Hjálmarsson sér við hlið sem aðstoðarþálfara en hann mun einnig sjá um styrktarþjálfun og þolþjálfun liðsins. Örn og ... Lesa meira »

Melkorka Mist til HK

Melkorka Mist Gunnarsdóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við handknattleiksdeild HK en hún kemur frá Fylkir. Melkorka Mist á að baki átta leiki fyrir A-landslið kvenna og er ein af efnilegustu markvörðum landsins. Við HK-ingar erum mjög ánægðir að fá hana í okkar raðir og bjóðum hana hjartanlega velkomna í HK fjölskylduna,segir í tilkynningu frá félaginu. Á myndinni má ... Lesa meira »

Valdimar og Andri Þór framlengdu við Fram

Í vikunni framlengdu þeir Valdimar Sigurðsson línumaðurinn efnilegi og Andri Þór Helgason hornamaður samninga sína við Fram. Nýji samningurinn við Valda og Andra  er til tveggja ára sem gríðarlega mikilvægt fyrir Fram að hafa tryggt sé þessa tvö mikilvægu leikmenn til næstu tveggja ára hið minnsta. Andri Þór var með 135 mörk fyrir Fram í deildinni í vetur en hann kom ... Lesa meira »

Penninn á lofti í TM höllinni

Penninn var á lofti TM-Höllinni í gærkveldi, Birgir Steinn Jónsson ungur og efnilegur leikmaður gerði nýjan 2 ára samning við Stjörnuna. Birgir Steinn var einmitt á dögunum valinn í úrtakshóp fyrir U-19 ára landsliðið. Á nýliðnu tímabili spilaði Birgir Steinn 22 leiki fyrir ungmennalið Stjörnunnar í 1.deildinni og skoraði þar 109 mörk. Á sama tíma var einnig skrifaður undir nýjan 2 ... Lesa meira »

Kristján Orri og Hreiðar Levý í viðræðum við ÍR

Hægri hornamaðurinn, Kristján Orri Jó­hanns­son leikmaður Akureyrar og markvörðurinn Hreiðar Levý Guðmundsson eru báður í viðræðum við ÍR samkvæmt heimildum Fimmeinn. Það er ljóst að eftir að hornamaður ÍR, Jón Kristinn Björgvinsson sem var þeirra langmarkahæsti leikmaður í fyrra sleit krossband í umspilsleikjunum gegn KR að hann verður  í 8-10 mánuði frá keppni og er Kristján Orra ætlað að leysa ... Lesa meira »

Sigurjón Friðbjörn dregur fram skóna og semur við HK

Sigurjón Friðbjörn Björnsson hefur samið við HK um að leika með meistaraflokki karla á næsta tímabili. Sigurjón, sem er örvhentur hornamaður, er reynslumikill leikmaður sem var meðal annars í Íslandsmeistaraliði HK 2012 og Bikarmeistaraliði ÍR 2013. Sigurjón Friðbjörn lagði skóna á hilluna í fyrravetur og þjálfaði meistaraflokk kvenna hjá ÍR en sagði starfi sínu lausu þar eftir tímabilið. Það er ... Lesa meira »