Í dag er Miðvikudagur 22. nóvember 2017
Heim » Innlent (page 1028)

Innlent

Úrslitakeppni kvenna | Framkonur með sigur í Garðabæ

N1

Í kvöld áttust við lið Fram og Stjörnunnar í úrslitakeppni Íslandsmóts kvenna. Þetta var fjórði leikurinn í einvíginu en liðin Stjarnan leiddi 2-1, en vinna þarf 3 leiki til að verða Íslandsmeistari. Fram varð seinast Íslandsmeistari árið 1990, en þær geta nælt sér í tuttugasta Íslandsmeistaratitil liðsins, Stjarnan varð seinast Íslandsmeistari fyrir 4 árum, en síðan þá hafa Valskonur einokað ... Lesa meira »

Úrslit kvenna | Unnur spáir í spilin

Í kvöld eigast við lið Stjörnunnar og Fram í 4 leik liðanna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitil kvenna. Stjarnan leiðir 2-1 og getur þar með tryggt sér titilinn með sigri í kvöld. Leikurinn hefst 19:45. Spekingur Fimmeinn.is, Unnur Sigmarsdóttir hefur spáð í spilin. Fyrir þau sem ekki vita hver Unnur er þá hefur hún áralanga reynslu úr handboltanum og er hún ... Lesa meira »

KOK vikunnar að fara af stað

KOK vikunnar

KOK vikunnar er nýr dagskrárliður hér á Fimmeinn sem verður alla þriðjudaga í sumar. KOK vikunnar sem skammstafar: Konur og Kærustur er íslensk útgáfa af WAG vikunnar. Hugmyndin er fengin af 433.is og gáfu þeir okkur leyfi til að nota hana. Eina skilyrðið er að konan eða kærastan sé gift eða í sambandi með handboltamanni sem leikur á Íslandi.Þá aðallega ... Lesa meira »

Fimmtudags Slúðrið | Gunnar í Gróttu

Þá er komið að íslenskum slúðurpakka á Fimmeinn.is. Fimmeinn.is  ætlar að koma með slúðurpakka annað slagið í sumar. Ef þú hefur gott  slúður handa okkur láttu þá vita á  fimmeinn@fimmeinn.is. Gunnar Harðarson, leikmaður Vals í N1 deild karla er mögulega á leið í Gróttu. Gunnar hefur fengið að spila lítið eftir að Orri Freyr Gíslason kom til liðsins en stefnan hjá ... Lesa meira »

Orri Freyr og Atli Már að framlengja

Orri Freyr Gíslason og Atli Már Báruson hafa framlengt samninga við handknattleiksdeild Vals til tveggja ára en það kemur fram á valur.is. Orri Freyr snéri aftur heim í janúar eftir að hafa spilað með Viborg í Danmörku undir stjórn Óskars Bjarna og styrkti Valsliðið verulega í baráttunni um að halda sér í deildinni. Atli Már er flestum valsmönnum kunnugur fyrir ... Lesa meira »

ÍR-ingar að halda sögulegan leik

Næstkomandi föstudag ætlar handknattleiksdeild ÍR að standa fyrir sögulegum leik handa hjólastólahandboltamönnum.  Á föstudaginn mun hjólastólalið HK etja kappi við ÍR í hjólastólahandbolta en ÍR-ingar eru nýkrýndir bikarmeistarar. Þetta er í fyrsta skipti á Íslandi sem svona leikur fer fram en HK er eina hjólastólaliðið á landinu.  Tilgangur ÍR-inga er að hvetja önnur lið til að taka upp samskonar verkefni ... Lesa meira »

Úrslitakeppni karla | Fram sigraði Hauka í tvíframlengdum leik

Fram

Nú rétt í þessu var að klárast leikur Fram og Hauka í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitil karla. Fyrir leikinn leiddi Fram 1-0 í einvíginu eftir sigur í Schenkerhöllinni á mánudaginn var. Það má með sanni segja að þessi leikur hafi staðið undir væntingum enda háspenna alveg þangað til í seinni framlengingunni. Það voru heimamenn sem byrjuðu betur og leiddu 5-4 eftir ... Lesa meira »

Úrslitakeppni kvenna | Sunneva með stórleik í sigri Stjörnunnar

N1

Í kvöld áttust við lið Fram og Stjörnunnar í úrslitakeppni Íslandsmóts kvenna. Þetta var þriðji leikurinn í einvíginu en liðin höfðu unnið sitthvorn leikinn, en vinna þarf 3 leiki til að verða Íslandsmeistari.  Fram varð seinast Íslandsmeistari árið 1990, en þær geta nælt sér í tuttugasta Íslandsmeistaratitil liðsins, Stjarnan varð seinast Íslandsmeistari fyrir 4 árum, en síðan þá hafa Valskonur ... Lesa meira »

Úrslitakeppni karla | Bjarki Már spáir í leik dagsins

Fram og Haukar mætast í kvöld klukkan 19.45 í Safamýrinni. Þetta er annar leikur liðanna í úrslitarimmu sinni um Íslandsmeistaratitilinn. Fram vann fyrsta leik liðanna og leiða því einvígið 1-0. Fimmeinn.is hefur fengið Bjarka Már Elísson leikmann HK til þess að spá fyrir um leik liðanna í dag. Bjarki Már er öllum handboltaáhugamönnum kunnugur en hefur hann verið einn af ... Lesa meira »

Úrslitakeppni kvenna | Unnur spáir í leik dagsins

Fram og Stjarnan mætast í dag klukkan 17.00 í Safamýrinni en þetta er þriðji leikur liðanna í úrslitum um Íslandsmeistaratitil kvenna. Staðan er jöfn 1-1. Spekingur Fimmeinn.is, Unnur Sigmarsdóttir hefur spáð í spilin. Fyrir þau sem ekki vita hver Unnur er þá hefur hún áralanga reynslu úr handboltanum og er hún þjálfari U-17 ára landsliðs kvenna í handknattleik um þessar ... Lesa meira »