Í dag er Fimmtudagur 27. júlí 2017
Heim » Innlent (page 10)

Innlent

Karen Knútsdóttir gerði 3 ára samning við Fram

Karen Knútsdóttir hefur skrifað undir 3 ára samning við handknattleiksdeild Fram og mun því leika með liðinu á næstu leiktíð. Samningurinn er til þriggja ára og því ljóst að Karen er kominn heim. Það þarf ekki að fjölyrða um það hvílíkur liðsstyrkur það er fyrir Fram að fá Karen til liðs við sig í baráttunni um að halda Íslandsmeistarabikarnum áfram ... Lesa meira »

Systurnar Hrafnhildur Hanna og Hulda Dís áfram á Selfossi

Systurnar Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir og Hulda Dís Þrastardóttir hafa framlengt samninga sína við handknattleikdsdeild Selfoss. Hrafnhildur Hanna hefur, þrátt fyrir ungan aldur, verið einn allra öflugasti leikmaður Olísdeildar kvenna undanfarin ár og er orðin fastamaður í A-landsliði Íslands þar sem hún hefur spilað 22 landsleiki og skorað í þeim 47 mörk. Hulda Dís hefur, þrátt fyrir enn yngri aldur, verið ... Lesa meira »

Jovan Kukobat snýr til baka í KA

Þau tíðindi voru að berast að markvörðurinn frábæri, Jovan Kukobat sem lék með Akureyri tímabilin 2012-13 og 2013-14 hafi gert eins árs samning við KA og leiki með liðinu næsta tímabil. Á heimasíðu KA kemur fram að mikil ánægja ríki með þessa niðurstöðu og þar segir einnig, Jovan hefur ekki verið aðgerðalaus frá því hann fór frá Akureyri en hefur ... Lesa meira »

Díana Kristín Sigmarsdóttir til ÍBV

Díana Kristín Sigmarsdóttir er gengin til liðs við ÍBV, en samningurinn var undirritaður í dag á 900 Grillhús í Vestmannaeyjum. Díana er tuttugu og tveggja ára örvhent skytta og kemur frá Fjölni en hún hefur spilað með þeim síðastliðin tvö ár. Þar gerði hún góða hluti, skoraði 191 mark í ár og 202 mörk í Olís deildinni tímabilið á undan. ... Lesa meira »

Stephen: „Mikill áhugi erlendis frá en allt útlit fyrir að ég verði kyrr hjá ÍBV“

Orðrómur hefur verið um að Stephen Nielsen markvörður ÍBV færi erlendis í sumar og yfirgæfi þar af leiðandi félagið. Stephen hefur verið einn af betri markvörðum hérlendis þau ár sem hann hefuir leikið hér heima og má segja að hann sé kominn með hálfan fótinn yfir landsliðsþröskuldinn. Hann sjálfur sagði við okkur á Fimmeinn að margar fyrirspurnir hefðu borist ÍBV ... Lesa meira »

Hilmar Guðlaugs: „Þetta er allt saman Kidda Guðmunds að kenna“

Eins og við greindum frá fyrir helgi er Hilmar Guðlaugsson búinn að ráða sig til Noregs þar sem hann tekur við 3 deildarliði Florø handball. Við ræddum stuttlega við Hilmar um nýja starfið og breytingarnar sem frammundan eru hjá fjöldskyldu hans en Hilmar segir að frammundan sé spennandi uppbyggingarstarf með ungt lið sem er með sterka framtíðarsýn. „Þetta lið er ... Lesa meira »

Selfoss með markmann frá Katar á reynslu

Selfyssingar hafa verið að skoða styrkingar á karlaliði sínu sem átti fínt tímabil í fyrra en undir stjórn Stefáns Árnasonar endaði liðið í 5.sæti deilarinnar. Patrekur Jóhannesson er tekinn við á Selfossi og hann hefur verið að skoða styrkingar á liðinu. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Fimmeinn hefur ungur Bosníumaður verið að æfa með liðinu en þetta er ungur markmaður sem lék ... Lesa meira »

Perla Rut verður áfram á Selfossi

Perla Ruth Albertsdóttir hefur endurnýjað samning sinn við handknattleiksdeild Selfoss. Perla Ruth var án vafa einn af sterkustu leikmönnum Olísdeildar kvenna á síðasta keppnistímabili og hefur vakið athygli fyrir gríðarlegt keppnisskap sem og ótrúlega hæfileika á velli. Perla Ruth mun á mánudaginn hitta stöllur sínar í A-landsliði Íslands en liðið hefur þá undirbúning fyrir æfingaferð sem farin verður til Danmerkur ... Lesa meira »

Daði Laxdal samdi við Kolstad til tveggja ára

Daði Laxdal Gauatason hefur samið við Kolstad og mun því leika með þeim á næstu leiktíð. Daði sagði samningi sínum við Stord upp fyri skömmu og hefur verið að skoða tilboð síðan. Daði gerir tveggja ára samning við félagið með möguleika á framlengingu en fyrrum aðstoðarþjálfari Daða aðstoði hann með þetta. „Aðstoðarþjálfarinn minn hjá Stord er frá Þrándheimi og sagði mér ... Lesa meira »

Lið ársins að mati leikmanna

Leikmannasamtök Evrópu í handknattleik (EHPU) stóð fyrir kosningu á liði ársins 2016/2017 þar sem aðeins leikmenn kusu. Íslenskir leikmenn úr 1.deild, Olísdeild ásamt landliðsmönnum tóku þátt. Þetta er í fyrsta skipti sem slík kosning fer fram og liggja niðurstöður nú fyrir. Niklas Landin, fyrirliði Danmerkur og leikmaður Kiel er einn af leikmönnum sem valinn var í lið ársins EHPU TOP ... Lesa meira »