Í dag er Sunnudagur 21. janúar 2018
Heim » Innlent » Olís-deild kvenna (page 3)

Olís-deild kvenna

Díana Kristín Sigmarsdóttir til ÍBV

Díana Kristín Sigmarsdóttir er gengin til liðs við ÍBV, en samningurinn var undirritaður í dag á 900 Grillhús í Vestmannaeyjum. Díana er tuttugu og tveggja ára örvhent skytta og kemur frá Fjölni en hún hefur spilað með þeim síðastliðin tvö ár. Þar gerði hún góða hluti, skoraði 191 mark í ár og 202 mörk í Olís deildinni tímabilið á undan. ... Lesa meira »

Perla Rut verður áfram á Selfossi

Perla Ruth Albertsdóttir hefur endurnýjað samning sinn við handknattleiksdeild Selfoss. Perla Ruth var án vafa einn af sterkustu leikmönnum Olísdeildar kvenna á síðasta keppnistímabili og hefur vakið athygli fyrir gríðarlegt keppnisskap sem og ótrúlega hæfileika á velli. Perla Ruth mun á mánudaginn hitta stöllur sínar í A-landsliði Íslands en liðið hefur þá undirbúning fyrir æfingaferð sem farin verður til Danmerkur ... Lesa meira »

Jónatan Magnússon áfram með KA/Þór stelpur

Jónatan Magnússon skrifaði í gær undir nýjan tveggja ára samning sem þjálfari meistaraflokks KA/Þórs í kvennahandboltanum. Jonni þjálfaði liðið á nýliðnu tímabili þar sem liðið fór í úrslit umspilsins um laust sæti í efstu deild en tapaði þar gegn Selfossi. Þetta eru frábærar fréttir fyrir félagið enda býr Jonni yfir gríðarlegri reynslu sem bæði leikmaður og þjálfari en hann er ... Lesa meira »

Fyrsti slúðurpakki sumarsins

Nú þegar deildarkeppnum er lokið hér heima er mikið að gerast á bak við tjöldin í bæði leikmanna og þjálfara málum. Við hér á Fimmeinn verðum að sjálfsögðu með puttann á púlsinum og munum birta reglulega svokallaðann slúðurpakka en hann inniheldur helstu sögusagnir sem eru í loftinu og okkur berast reglulega. Við bendum þó á að ekkert af því sem ... Lesa meira »

Örn Þrastarsson ráðinn þjálfari meistaraflokks kvenna á Selfossi

Örn Þrastarsson hefur verið ráðinn þjálfari Meistaflokks Selfoss fyrir næstu leiktíð en hann tekur við af þeim Grími Hergeirssyni og Árna Stein Steinþórssyni sem tóku við liðinu eftir að þeir Sebastian Alexanderssyni og Zoran Ivic var sagt upp störfum. Örn mun hafa Rúnar Hjálmarsson sér við hlið sem aðstoðarþálfara en hann mun einnig sjá um styrktarþjálfun og þolþjálfun liðsins. Örn og ... Lesa meira »

Ágúst Jóhannsson ráðinn þjálfari kvennaliðs Vals

Handknattleiksdeild Vals hefur ráðið Ágúst Jóhannsson sem þjálfara meistaraflokks kvenna hjá félaginu til ársins 2020. Ágúst þarf vart að kynna fyrir handboltaáhugafólki, en hann hefur tæplega 20 ára þjálfarareynslu í meistaraflokkum beggja kynja, bæði hér á landi sem og erlendis. Ágúst var einnig landsliðsþjálfari kvenna til margra ára og stýrði liðinu meðal annars á HM í Brasilíu árið 2011 og ... Lesa meira »

Lokahóf HSÍ | Öll verðlaun kvöldsins

Á lokahófi HSÍ  sem var haldið í kvöld voru að venju veitt verðlaun fyrir framúrskarandi árangur á líðandi tímabili. Í ár var að sjálfsögðu engin undantekning og í mikilli stemningu sem enn stendur yfir í Gullhömrum í Grafarvogi voru leikmenn kallaðir á svið ásamt dómurum og þjálfurum. Hér að neðan má sjá þá leikmenn og dómara sem valdir voru bestir ... Lesa meira »

Ómar Örn Jónsson ráðinn þjálfari Fylkis

Ómar Örn Jónsson hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks  og 3. flokks kvenna í handbolta hjá Fylki til næstu þriggja ára.  Ómar stýrði meistaraflokknum hluta af keppnistímabilinu síðasta. Ómar Örn er öllum hnútum kunnugur í Árbænum, hefur starfað fyrir Fylki um árabil og hefur gegnt starfi yfirþjálfara yngri flokka í nokkur ár, en Ómar mun áfram gegna því starfi samhliða þjálfuninni ... Lesa meira »

Katrín Ósk Magnúsdóttir og Elvar Örn Jónsson leikmenn ársins hjá Selfoss

Lokahóf og uppskeruhátíð handknattleiksdeildar Selfoss fór fram um helgina á Hótel Selfoss. Selfoss getur farið stolt frá vetrinum og bæði lið sem tefldu fram ungum liðum eru áfram í deild þeirra bestu. Eftirtaldar viðurkenningar voru veittar leikmönnum meistaraflokk en þar voriu Elvar Örn og Katrín Óska valin leikmenn ársins. Leikmaður ársins: Katrín Ósk Magnúsdóttir –  Elvar Örn Jónsson Baráttubikar: Kristrún ... Lesa meira »