Í dag er Sunnudagur 21. janúar 2018
Heim » Innlent » Olís-deild kvenna (page 20)

Olís-deild kvenna

Grótta sigraði Hauka

Kvennalið Gróttu kom sér upp úr fallsæti með sannfærandi sigri á Haukum í tíundu umferð Ólís deildar kvenna í kvöld. Lovísa Thompson var atkvæðamest í liði gestanna með sjö mörk, fast á hælar hennar fylgdu Laufey Ásta og Emma Havin með sex mörk hvor. Í heimaliðinu var Ramu­ne Petra­skyte með átta og Guðrún Elsa Bjarnadóttir með sex. Eftir leikinn eru Haukar ... Lesa meira »

Stjarnan sigraði Valsstelpur og Fram sigraði Fylki

Stjörnustelpur sigruðu Valsstelpur með einu marki þegar liðin mættust í kvöld og þar var barátta til lokasóknar en heimastelpur sigruðu að lokum með einu marki, 23-22. Stjörnustelpur voru með 5 marka forskot eftir fyrri háfleikinn 15-10. Stjarnan er þó ennþá 4 stigum frá Fram stelpum sem sigruðu Fylki í kvöld, 26-18 en þar voru hálfleikstölur, 11-6. Markhæstar hjá Stjörnunni: Rakel ... Lesa meira »

Greta Kavaliauskaité sneri aftur í lið ÍBV í sigri á Selfoss

Eyja­stelpur byrjuðu á sigri eftir hléið í Olís deild kvenna en þær sigruðu Selfoss á Selfossi í kvöld. Lokatölur urðu 28-24 en staðan í hálfleik var 14-12 fyrir ÍBV. Þessi stig eru kærkomin hjá ÍBV en liðið er nú með 10 stig en eru samt sem áður en í 5.sætinu. Mikið hefur gengið á hj´æa ÍBV vegna meiðsla leikmanna það ... Lesa meira »

Haukastúlkur spila báða Evrópuleikina á heimavelli

Kvennalið Hauka mætir hollenska liðinu Virto Quintus í 16-liða úrslitum áskorendabikars Evrópu. Báðir leikirnir fara fram hér á landi. Haukar keyptu heimaleikjaréttinn og verða leikirnir því spilaðir í Schenkerhöllinni 4. og 5. febrúar. Sigurvegarinn úr einvíginu kemst svo í átta liða úrslitin. Í seinustu umferð höfðu Haukar betur gegn Jomi Salerno frá Ítalíu en þá fóru báðir leikirnir fram ytra. Lesa meira »

Svona var handboltaárið 2016

Við á Fimmeinn.is höfum tekið saman það helsta sem gerðist á afar annasömu handboltaárinu 2016 og stiklum á stóru bæði hvað varðar deildirnar hér heima, landsliðin okkar og atvinnumenn erlendis. Janúar Eins og venjulega hófst árið á stórmóti og í þetta skiptið var það EM í Póllandi þar sem íslenska liðið missteig sig hrapalega og sigraði aðeins einn leik og komst ... Lesa meira »

Steinunn Björnsdóttir íþróttamaður Fram 2016

Steinunn Björnsdóttir leikmaður Fram hefur verið valin íþróttamaður Fram fyrir árið 2016. Steinunn er fædd 1991 og er uppalin Framari.  Hún æfði og spilaði upp yngri flokka Fram.  Hún tók sér síðan frí frá handbolta nokkurn tíma meðan hún bjó í Kanada. Þegar hún flutti heim aftur tók hún upp þráðinn með Fram og má segja að hún hafi tekið ... Lesa meira »

Þórhildur Gunnarsdóttir barnshafandi og leikur ekki meira í vetur

Þórhildur Gunnarsdóttir leikmaður Stjörnunnar er barnshafandi og mun því ekki leika fleiri leiki með liðinu í vetur. Þórhildur hefur leikið alls fjóra leiki í vetur og skorað í þeim alls 11 mörk en hún lék síðasta leik sinn með liðinu á móti ÍBV 15 október þar sem hún gerði 2 mörk. Þetta er talsverður missir fyrir Stjörnuna en Þórhildur hefur ... Lesa meira »

Elísabet Gunnars og Guðrún Þóra komnar til baka í lið Fram eftir barnsburð

Elísabet Gunnarsdóttir, línumaður Fram er kominn til baka eftir barsnburðarleyfi en hún spilaði með liði Fram í gærkvöldi en hún hefur hefur aðeins einu sinni verið á skýrslu hjá Framliðunu í vetur. Þá kom einnig Guðrún Þóra Hálf­dáns­dótt­ir aftur inn í lið Fram í gær en hún var einnig í barneignarfríi. Það er ljóst að lið Fram styrkist talsvert með endurkomu ... Lesa meira »