Í dag er Sunnudagur 17. desember 2017
Heim » Innlent » Olís-deild karla (page 6)

Olís-deild karla

Myndband | Pepp-myndband af því sem koma skal í íslenska boltanum í vetur

Það eru margir orðnir spenntir fyrir að flautað verði til leiks í íslenska handboltanum aftur enda ljóst að efsta deild karla verður líklega sterkari en hún hefur nokkru sinni verið áður. Margir atvinnumenn hafa verið að koma heim og enn eru nokkrir sem eru að semja við félög hér heima. Flest lið eru nú að senda leikmenn sína í stutt ... Lesa meira »

Örn Östenberg í Selfoss

Örn Östenberg hefur skrifað undir til tveggja ára samning við handknattleiksdeild Selfoss. Örn sem er vinstri skytta er sonur Önnu Östenberg og Vésteins Hafsteinssonar, hann er fæddur í Helsingborg og hóf handboltaferilinn og spilaði lengi hjá Vaxjö HF. Hann hefur verið leikmaður IFK Kristianstad frá árinu 2015. Örn hefur spilað fyrir yngri landslið Íslands og er í U-19 landsliði Íslands ... Lesa meira »

Einar Jóns: „Það má alveg fara að hrista upp í markmannsmálum hjá landsliðinu“

Einar Jónsson þjálfari Stjörnunnar tók símann þegar Gestur Einarsson umsjónarmaður Sportþáttarins á FM Suðurlands sló á þráðinn til hans og ræddi við hann um handboltann almennt. Einar byrjaði að ræða sín mál í Garðabænum og sagði liðið hafa verið búið að æfa vel undanfarið fyrir komandi tímabil og verið að þétta raðirnar. Framundan væri þó smá frí en hópurinn kæmi ... Lesa meira »

Aron Rafn búinn að semja við ÍBV

Aron Rafn Eðvarðsson, landsliðsmarkvörður  er kom­inn  heim úr at­vinnu­mennsku og hef­ur samið við ÍBV til 2 ára. þetta staðfesti Arnar Pétursson þjálfari liðsins við Fimmeinn sem einnig staðfesti að Stephen Nielsen yrði áfram með liðinu. Það er því ljóst að ÍBV mun tefla fram einu sterkasta markvarðateymi sem sést hefur í langan tíma í íslenska boltanum. Aron hefur undafarið verið í ... Lesa meira »

Leó Snær kominn í Stjörnuna

Leó Snær Pétursson fyrrum HK-ingur og núverandi leikmaður HK Malmö í Svíþjóð, skrifaði undir 2 ára samning við Stjörnuna úr Garðabæ. Leó er mjög sterkur hornamaður og hefur í gegnum tíðina leyst skyttustöðuna líka. Leó hefur allan sinn meistaraflokksferil spilað með HK og varð t.a.m. Íslandsmeistari árið 2012 en flutti út til Malmö árið 2015 og spilaði þar með samnefndu ... Lesa meira »

Andri Berg samdi við Fjölni

Handknattleiksdeild Fjölnis hefur samið við Andra Berg Haraldsson til tveggja ára. Andri, sem er 34 ára, er rétthentur og fjölhæfur leikmaður sem leyst getur allar þrjár stöðurnar fyrir utan, þ.e. vinstri skyttu, stöðu leikstjórnanda sem og hægri skyttu. Andri er 192cm að hæð, vegur um 96kg og sterkur varnarmaður. Andri hóf handknattleiksiðkun sína hjá FH og lék sinn fyrsta meistaraflokksleik ... Lesa meira »

Bergur Elí kominn í Fjölni

Bergur Elí Rúnarsson hefur undirritað samnig við hkd. Fjölnis. Bergur Elí er fæddur árið 1995 og spilar í hægra horni. Bergur Elí er uppalinn FH-ingur. Hann spilaði með ÍH í 1. deildinni árin 2013-2015 en skipti svo yfir í FH og spilaði þar tímabilið 2015-2016. Í fyrra færði hann sig yfir í KR þar sem hann stóð sig mjög vel ... Lesa meira »

Theodór Pálmason kominn í Fjölni

Handknattleiksdeild Fjölnis hefur samið til tveggja ára við Theodór Inga Pálmason. Theodór er þrítugur línumaður sem lék í hjarta KR-varnarinnar á nýafstaðinni leiktíð í 1. deildinni. Theodór skoraði 63 mörk í 22 leikjum, eða tæplega 3 mörk að meðaltali í leik og var lykilmaður í KR-vörninni á síðustu leiktíð. Theodór er 193 cm að hæð og um 105 kg. Theodór ... Lesa meira »

Slúðurpakki númer tvö úr íslenska boltanum

Nú þegar deildarkeppni er lokið er mikið að gerast á bak við tjöldin í bæði leikmanna og þjálfara málum. Við hér á Fimmeinn verðum að sjálfsögðu með puttann á púlsinum og munum birta reglulega svokallaðann slúðurpakka en hann inniheldur helstu sögusagnir sem eru í loftinu og okkur berast reglulega. Nú er komið að slúðurpakka númer tvö í sumar, en við ... Lesa meira »

Jovan Kukobat snýr til baka í KA

Þau tíðindi voru að berast að markvörðurinn frábæri, Jovan Kukobat sem lék með Akureyri tímabilin 2012-13 og 2013-14 hafi gert eins árs samning við KA og leiki með liðinu næsta tímabil. Á heimasíðu KA kemur fram að mikil ánægja ríki með þessa niðurstöðu og þar segir einnig, Jovan hefur ekki verið aðgerðalaus frá því hann fór frá Akureyri en hefur ... Lesa meira »