Í dag er Fimmtudagur 27. júlí 2017
Heim » Innlent » Olís-deild karla (page 30)

Olís-deild karla

Eyjamenn sterkari á öllum sviðum á móti FH í eyjum

Eyjamenn sigruðu sinn 4  leik í röð í kvöld þegar þeir völtuðu yfir FH , 30-21. Það var mikið jafnræði mneð liðunum í byrjun leiks og staðan 5-5 eftir rúmlega 10 mínútna leik. Eyjamenn sterkari eftir þetta og tóku frumkvæðið sem þeir héldu því áfram næstu mínútur. Staðan, 11-8 eftir rúmar 20 mínútur en þá kom loks gott áhlaup FH inga ... Lesa meira »

Markadreifing liðanna – Tveir með helming hjá ÍBV

Í kjölfar umræðna á twitter ákvað ég að taka saman hversu háð lið í Olís-deidinni eru sínum topp markaskorurum. Niðurstöðurnar voru forvitnilegar. Hjá öllum liðum nema þrem (Val, Haukum, Stjarnan) eru topp þrír markaskorar með yfir helming allra marka sem liðið skorar. Hjá Haukum er þrír leikmenn komnir yfir hundrað marka múrinn og eru þeir með 314 af 645. En ... Lesa meira »

Haukar tóku toppsætið eftir að hafa lent í veseni í Safamýrinni

Haukar komu sér í toppsætið í Olís deild karla í kvöld með sigri á Fram en þeir þurftu að hafa fyrir sigrinum þar sem Framarar börðust eins og ljón allan tímann. Þótt lítið hafi gengið að skora á upphafsmínútunum voru það Haukar sem voru skrefinu á undan og voru að leiða þetta með 1-2 mörkum, staðan 5-7 eftir korter. Haukar ... Lesa meira »

Stjarnan náði sér í mikilvæg tvö stig í Valsheimilinu

Stjarnan náði sér í gríaðrlega mikilvæg tvö stig þegar þeir báru sigurorð af Val í kvöld, 26-28 í miklum baráttuleik. Það voru Stjörnupiltar sem byrjuðu vel og komust í 3-0 og héldu 3 marka forystu áfram næstu mínæutur, staðan 5-8 eftir korter. Valsmenn alls ekki sannfærandi í aðgerðum sí9num og Stjarnan gekk á lagið og juku forskotið jafnt og þétt. ... Lesa meira »

Anton Rúnars um Josip Juric „Alltaf þreyttur og finnst gott að sofa“

Eftir að hafa misst af fyrstu leikjum Valsliðsins hefur, Josip Juric Gric vinstri skytta Vals komið eins og stormsveipur inn í deildina. Josip hefur sýnt að hann er með öflugri leikmönnum deildarinnar og auk þess að vera góður varnarlega hefur hann skorað 90 mörk í 17 leikjum liðsins í deildinni. Við hlið hans á vellinum stendur yfirleitt Anton Rúnarsson leikstjórnandi ... Lesa meira »

Tomas Olason hættir hjá Akureyri

Markvörðurinn Tomas Olason sem varið hefur mark Akureyringa síðustu leiktíðir mun yfirgefa félagið eftir leiktíðina og halda í danska boltann á ný. Tomas hefur skrifað undir tveggja ára samning við dasnka liðið, Odder Håndbold en þar þekkir Tomas vel til en Tomas spilaði þar áður en hann kom til Akureyrar fyrir fimm árum síðan. Þeta er mikil missir fyrir Akureyri ... Lesa meira »

Hvað gerðist á lokakaflanum í Kaplakrika í gærkvöldi?

Í lok leiks FH og Akureyrar í gærkvöldi kom upp atvik sem Akureyringar eru afar ósáttir við enda kostaði það líklega að norðanmenn næðu allavega einu stigi úr leiknum. Atvikið var með þeim hætti  Ágúst Birgir leikmaður FH e með boltann þegar dómari flautar boltann af FH. Ágúst leggur í kjölfarið boltann ekki niður heldur ýtir honum til hliðar og ... Lesa meira »

Ísland í dag | Taka Haukar efsta sætið til baka frá erkifjendunum?

Þeír leikir eru á dagskrá í Olís deild karla í kvöld og lýkur þar með 21.umferðinni. Það er gríðarlega mikið í húfi í öllum leikjum kvöldsins óhætt að tala um 4 stiga leiki. Haukar geta endurheimt 1.sætið með sigri á Frömurum sem unni góðan útisigur á Selfoss í síðustuumferð og ættu að vera fullir sjálfstrausts. Alger lykil leikur fyrir Fram ... Lesa meira »