Í dag er Fimmtudagur 27. júlí 2017
Heim » Innlent » Olís-deild karla (page 20)

Olís-deild karla

Bjartur tryggði Fram í úrslitakeppnina – Tvö bein rauð spjöld

Grótta og Fram mættust í lokaumferð Olís-deild karla í Hertz-höllinni í Seltjarnanarnesi en fyrir leikinn var Grótta öruggt í úrslitkeppnina í 7.sæti með 22 stig en Fram var í 8.sæti með 21 stig og þuftu nauðsynlega á sigri að halda til að gulltryggja sér sæti í úrslitakeppninni þar sem Stjarnan var aðeins einu stigi á eftir þeim fyrir leikinn en ... Lesa meira »

Akureyri kvaddi Olís-deildina í TM-höllinni

Stjarnan og Akureyri mættust í lokaumferð Olís-deild karla í TM-höllinni í Garðabæ þar sem liðin voru að berjast um veru sína í deildinni. Akureyri þurfti á sigri að halda til að forðast fall úr deildinni en Stjörnumenn þurftu á sigri eða jafntefli að halda til að eiga möguleika á úrslitakeppnissæti en með tapi hefði liðið fallið úr Olís-deildinni. Bæði liðin ... Lesa meira »

Haukar unnu ótrúlegan sigur gegn Aftureldingu

Afturelding og Haukar mættust í lokaumferð Olís-deild karla í Varmá en en fyrir leikinn var vitað að Afturelding myndi sitja áfram í 4.sæti deildarinnar sama hvernig leikurinn færi á meðan Haukar áttu ennþá möguleika að ná 2.sæti deildarinnar ef ÍBV myndi tapa gegn Val en sá leikur fór fram á sama tíma. Liðin höfðu mæst tvisvar í deildinni fyrir þennan ... Lesa meira »

Byssuspáin fyrir síðustu umferð Olísdeildar karla

Ingvar Örn Ákason eða „Byssan“ eins og flestir þekkja hann tekur hér að neðan fyrir síðustu umferð Olís deildar karla og spáir fyrir um úrslit kvöldsins. Byssan, spáir því að FH-ingar vinni í stútfullum Kaplakrikanum í kvöld. Ingvar elskar landsbyggðina og spáir því norðanmönnum sigri gegn sterku liði Stjörnunnar. Mikil eftirsjá í hvoru liðinu sem fer niður. Byssuspánna má annars ... Lesa meira »

Ísland í dag | Eitt lið fellur í dag og annað lyftir bikar í Olís deild karla

olísdeildin

Síðasta umferð Olís deildar karla fer fram í kvöld og það er klárt að nýjir deildarmeistarar verða krýndir þar sem Haukar hafa ekki lengur séns á að verja titilinn. FH ingar eru í bestu stöðunni og þurfa einungis jafntefli gegn Selfoss sem hefur að litlu að keppa í kvöld. FH á heimavelli og vilja klárlega halda veislu þar strax eftir ... Lesa meira »

Jóhann Gunnar ekki á leið í úrslitakeppnina

Orðrómur um það að Jóhann Gunnar Jóhannsson sé að æfa með liði Aftureldingar og verði jafnvel klár í úrslitakeppninni hefur verið hávær undanfarið. Einar Andri sagði þó við okkur á Fimmeinn að þessar sögur ekki réttar og Jóhann verði ekki með liðinu í vetur. „Nei hann hefur ekki æft og verður ekki með i framhaldinu hjá okkur, enda við kannski ... Lesa meira »

Dómarahornið með Guðjóni L.

Nú er komið að þeim kafla að deildunum hér heima ljúki og umspilsleikir og úrslitakeppnir nálgast, þá  mun allur áhugi og umræður um handboltann aukast. Eitt af því sem hefur alltaf verið milli tannanna á fólki  er dómgæslan og við á Fimmeinn höfum tekið fram dómarahornið þar sem við munum fara yfir atriði með formanni dómaranefnda Guðjóni L. Sigurðssyni. Við ... Lesa meira »

Lokaumferðin í Olís karla | Hvað getur gerst?

Nú þegar aðeins er eftir ein umferð af Olísdeild karla er spennan gífurleg, töluvert meiri en síðustu ár, hvarvetna á töflunni. Aðeins eitt lið er öruggt á sínu sæti, Afturelding í fjórða sæti sem getur hvorki náð Haukunum né dottið niður fyrir Selfoss. Öll önnur lið geta stokkið eða fallið um eitt til tvö sæti. Stærsti leikurinn er heimsókn Akureyringa ... Lesa meira »

Guðmundur Helgi: „Við áttum að fá tvö stig en þau voru tekin af okkur.“

Guðmundur Helgi, þjálfari Fram, var að vonum svekktur með að fá aðeins eitt stig á móti Aftureldingu í gær, en Fram leiddi leikinn frá því að tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik, og þangað til að aðeins tæpar tíu sekúndur voru eftir af leiknum. Þá fékk leikmaður Fram rautt spjald og Afturelding fékk víti, en það var vegna leiktafar ... Lesa meira »