Í dag er Fimmtudagur 27. júlí 2017
Heim » Innlent » Olís-deild karla (page 2)

Olís-deild karla

Gísli Þorgeir fór úr lið á olnboganum | Ekki brotinn eins og óttast var

Gísli Þorgeir Kristjánsson leikstjórnandi FH fór úr lið á olnboga á skothendi á landsliðsæfingu í gær og mun verða frá æfingum og keppni í 6-12 vikur. Þetta er mikið áfall fyrir FH en einnig var það í stöðunni samkvæmt heimildum Fimmeinn að hann færi út til Þýskalands og skrifaði undir samning við Kiel þó hann ætlaði sér þó að vera áfram ... Lesa meira »

Miklar breytingar hjá Valsliðinu komu fram á fréttamannafundi í dag

Eins og áður hefur komið fram í dag voru Snorri Steinn og Árni Sigtryggsson kynntir sem nýjir leikmenn Vals ásamt því að Snorri Steinn mun verða annar þjálfari liðsins. Óskar Bjarni Óskarsson mun stíga hálfpartinn til hliðar en hann verður þó áfram í öllum skúmaskotum Valsheimilisins og mun bæði koma til aðstoðar hjá meistaraflokki karla og kvenna eftir því sem ... Lesa meira »

Snorri Steinn og Árni Sigtryggsson kynntir sem leikmenn Vals

Valsmenn tilkynntu á blaðamannafundi nú í  hádeginu um komu Snorra Steins Guðjónssonar og Árna Sigtryggsonar til félagsins. Snorri Steinn sem kemur frá Nimes í Frakklandi og hefur verið undanfarið orðaður við Valsliðið mun verða spilandi aðstoðarþjálfari en um leið mun Guðlaugur Arnarsson taka við sem aðalþjálfari liðsins. Óskar Bjarni mun stíga til hliðar og einbeita sér að yngri flokkum félagsins ... Lesa meira »

Hrafn Valdísarson í mark Víkings

Hrafn Valdísarson markmaður úr KR hefur skrifað undir tveggja ára samning við Víking. Hrafn sem var einn af lykilmönnum KR á síðasta tímabili, uppalinn Stjörnumaður. Hrafn er metnaðarfullur leikmaður, sem á framtíðina fyrir sér. “Hrafn passar fullkomnlega inn í það umhverfi sem við erum að byggja upp í Víking, 23 ára, með metnað til að verða betri og það eru ... Lesa meira »

Myndband | Pepp-myndband af því sem koma skal í íslenska boltanum í vetur

Það eru margir orðnir spenntir fyrir að flautað verði til leiks í íslenska handboltanum aftur enda ljóst að efsta deild karla verður líklega sterkari en hún hefur nokkru sinni verið áður. Margir atvinnumenn hafa verið að koma heim og enn eru nokkrir sem eru að semja við félög hér heima. Flest lið eru nú að senda leikmenn sína í stutt ... Lesa meira »

Örn Östenberg í Selfoss

Örn Östenberg hefur skrifað undir til tveggja ára samning við handknattleiksdeild Selfoss. Örn sem er vinstri skytta er sonur Önnu Östenberg og Vésteins Hafsteinssonar, hann er fæddur í Helsingborg og hóf handboltaferilinn og spilaði lengi hjá Vaxjö HF. Hann hefur verið leikmaður IFK Kristianstad frá árinu 2015. Örn hefur spilað fyrir yngri landslið Íslands og er í U-19 landsliði Íslands ... Lesa meira »

Einar Jóns: „Það má alveg fara að hrista upp í markmannsmálum hjá landsliðinu“

Einar Jónsson þjálfari Stjörnunnar tók símann þegar Gestur Einarsson umsjónarmaður Sportþáttarins á FM Suðurlands sló á þráðinn til hans og ræddi við hann um handboltann almennt. Einar byrjaði að ræða sín mál í Garðabænum og sagði liðið hafa verið búið að æfa vel undanfarið fyrir komandi tímabil og verið að þétta raðirnar. Framundan væri þó smá frí en hópurinn kæmi ... Lesa meira »

Aron Rafn búinn að semja við ÍBV

Aron Rafn Eðvarðsson, landsliðsmarkvörður  er kom­inn  heim úr at­vinnu­mennsku og hef­ur samið við ÍBV til 2 ára. þetta staðfesti Arnar Pétursson þjálfari liðsins við Fimmeinn sem einnig staðfesti að Stephen Nielsen yrði áfram með liðinu. Það er því ljóst að ÍBV mun tefla fram einu sterkasta markvarðateymi sem sést hefur í langan tíma í íslenska boltanum. Aron hefur undafarið verið í ... Lesa meira »

Leó Snær kominn í Stjörnuna

Leó Snær Pétursson fyrrum HK-ingur og núverandi leikmaður HK Malmö í Svíþjóð, skrifaði undir 2 ára samning við Stjörnuna úr Garðabæ. Leó er mjög sterkur hornamaður og hefur í gegnum tíðina leyst skyttustöðuna líka. Leó hefur allan sinn meistaraflokksferil spilað með HK og varð t.a.m. Íslandsmeistari árið 2012 en flutti út til Malmö árið 2015 og spilaði þar með samnefndu ... Lesa meira »

Andri Berg samdi við Fjölni

Handknattleiksdeild Fjölnis hefur samið við Andra Berg Haraldsson til tveggja ára. Andri, sem er 34 ára, er rétthentur og fjölhæfur leikmaður sem leyst getur allar þrjár stöðurnar fyrir utan, þ.e. vinstri skyttu, stöðu leikstjórnanda sem og hægri skyttu. Andri er 192cm að hæð, vegur um 96kg og sterkur varnarmaður. Andri hóf handknattleiksiðkun sína hjá FH og lék sinn fyrsta meistaraflokksleik ... Lesa meira »