Í dag er Mánudagur 22. janúar 2018
Heim » Innlent » Atvinnumenn

Atvinnumenn

Atvinnumenn

Fimm íslendingalið á topp 10 lista EHF

Nú þegar Meistaradeild Evrópu er komin í jólafrí, hefur EHF gefið út topp tíu lista yfir sterkustu liðin í keppninni það sem af er ári. Það er alls ekki slæm auglýsing fyrir íslenskan handbolta að fimm af þessum tíu liðum hafa einn eða tvo íslendinga innan sinna raða á einhvern hátt. Í neðri helmingnum sitja tvö „íslendinga lið“, það eru ... Lesa meira »

Aron Pálmars með tvö mörk á topp 30 lista Meistaradeildarinnar árið 2015

Nú þegar líða fer að árslokum fer fólk að horfa aftur og hugsa um hvað hefur gerst á árinu. Í handboltanum er engin undantekning. Meistaradeild Evrópu hefur verið mikil skemmtun og hörku barátta. Þar mætast sumar af stærstu stjörnur handboltans, og má þá búast við mikilli sýningu hágæða handbolta. EHF TV setti myndband á youtube í gær þar sem sýnd ... Lesa meira »

Sandra Erlings komin með 2 mörk í Bundesligunni

Sandra Erlingsdóttir dóttir Erlings Richardssonar þjálfara Füchse Berlin hefur stigið heldur betur stór skref úti í þýskalandi, en hún spilaði sinn fyrsta leik í Bundesligunni með kvennaliði Füche Berlin sem heitir Spreefüxxe en stendur nú í 12. sæti eftir aðeins 2 leiki. Fyrsti leikurinn var á móti Leipzig og endaði 32:39 en í því liði er hún Þorgerður Anna Atladóttir. Seinni leikurinn ... Lesa meira »

Myndband | Sjáðu Bjarka Má skora sigurmarkið gegn Barcelona

Bjarki Már Elísson skoraði tvö síðustu mörk Füchse Berlin gegn Barcelona í fyrradag þar sem liðið vann einn stærsta sigur handboltans. Fáum liðum hefur tekist að vinna Barcelona og því gríðarlega gaman þegar Íslendingur getur átt þátt í því. Bjarki er þó ekki eini Íslendingurinn hjá liðinu þar sem að Erlingur Richardsson, Eyjamaður, þjálfar liðið. Hann hefur því unnið afrek ... Lesa meira »

Sjáðu síðustu sekúndurnar í Heimsbikarnum

Fuchse Berlin vann Heimsbikarinn í kvöld en þeir sigruðu feykisterkt lið Veszprem hér að neðan getur þú séð síðustu sekúndurnar í leiknum, þar sem þýska liðið tryggði sér titilinn. Erlingur Richardsson þjálfar liðið en með því leikur Bjarki Már Elísson. Berlínar-refirnir Heimsmeistarar félagsliða Watch this video on YouTube Lesa meira »

Myndband | Lið ársins í meistaradeildinni

mikkel hansen

Nú þegar stærsta handboltaviðburður ársins er að ganga í garð er alltaf valið lið ársins í meistaradeildinni. Þrír íslendingar voru tilnefndir í liðið á meðan kosningu stóð, en það voru þeir Guðjón Valur (vinstra horn), Alexander Peterson (hægri skytta) og Alfreð Gíslason (þjálfari). Til gamans má geta að besti þjálfarinn og besti ungi leikmaðurinn eru feðgar. Opin kosning fór fram ... Lesa meira »

Þýski boltinn | Kiel getur komist í vænlega stöðu

Alfreð Gíslason og Aron Pálmarsson geta komist í vænlega stöðu í kvöld þegar lærisveinar Alfreðs sækja Gunnar Stein Jónsson og félaga í Gummersbach heim. Kiel er eins og er á toppi deildarinnar með 57 stig þegar 6 umferðir eru eftir en Alexander Petersson koma þar á eftir 4 stigum neðar og eiga leik til góða. Gummersbach er fyrir leikinn í ... Lesa meira »

Kosið um lið ársins í meistaradeildinni | Alexander og Guðjón Valur tilnefndir

Nú þegar styttist í Final 4 helgina í Köln, er hafin kosning fyrir lið ársins í meistaradeildinni. Okkar menn Alexander Peterson og Guðjón Valur Sigurðsson eru báðir tilnefnir í lið ársins ásamt því að Alfreð Gíslason er tilnefndur sem þjálfari ársins í meistaradeildinni. Þú getur kosið með því að ýta hér. Lesa meira »

Leikir dagsins í Þýskalandi | Nokkrir Íslendingar í eldlínunni

Fimm leikir fara fram í dag í Þýskalandi en Rhein-Neckar Löwen er eina liðið sem er með fullt hús stiga. Þeir sækja Bergischer heim en sá leikur fer fram klukkan 17:00. Með Rhein-Neckar leika þeir Stefán Rafn Sigurmannsson og Alexander Petterson. Þeir mæta því landsliðsfélögum sínum, þeim Björgvini Páli Gústavssyni og Arnóri Gunnarssyni. Fyrsti leikur dagsins er leikur Hamburg og ... Lesa meira »

Guðjón kominn í Barcelona | Ferillinn allur

Guðjón Valur hefur gegnið til liðs við stórlið Barcelona en það var staðfest á heimasíðu félagsins í morgun. Guðjón Valur er einn ástsælasti handknattleiksmaður þjóðarinnar og ferill hans er stórkostlegur og enduspeglar vel hversu mikill íþróttamaður Guðjón Valur er. Ferill Guðjóns hófst með Gróttu á Seltjarnarnesi þar sem hann byrjaði 8 ára gamall að æfa með liðinu. 1998 lá leiðin ... Lesa meira »