Í dag er Mánudagur 22. janúar 2018
Heim » Innlent » Coca Cola bikar » Bubbi: „Nei, nei ég er ekki að fara á B-5 með þessum gæjum“

Bubbi: „Nei, nei ég er ekki að fara á B-5 með þessum gæjum“

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDBOLTA

Hlynur Morthens markvörður Vals var að vonum sáttur með að vera krýndur bikarmeistari í kvöld eftir sigur á Aftureldingu.

„Þetta er ekki minn þriðji Bikarmeistaratitill og ég ætla að taka hann aftur á næsta ári,“ sagði Bubbi ákveðið og gaf þar með því skóna að hann er ekkert að fara að hætta.

Við spurðum Bubba út í þá gagnrýni sem markmenn Vals hafa fengið í vetur að varslan hafi ekki verið nógu stabíl í vetur.

„Ég les ekki mikið fréttir frá ykkur snillingunum, en ég er alveg sammála að ég hefði alveg vilja vera betri en þegar komið er í svona stóra leiki þá eru engar afsakanir og maður gefur allt í þetta.

 

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA
Athugasemdir