Í dag er Sunnudagur 21. janúar 2018
Heim » Óflokkað » Brassinn hafði betur, Hvít-Rússar unnu Sádana.

Brassinn hafði betur, Hvít-Rússar unnu Sádana.

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA

Haniel Langaro fór fyrir Brasilíska liðinu í þriggja marka sigri á japönum í kvöld. Haniel skoraði átta af 27 mörkum Brassanna en Fabio Chiuffa fylgdi honum fast á hæla með sex mörk og umtalsvert betri skotnýtingu. Shinnosuke Tokuda náði að skora sjö sinnum fyrir tilvonandi lærisveina Dags Sigurðsonar en aðrir voru með færri mörk. Suður Ameríkanarnir komnir í fína stöðu í A riðli og geta með smá heppni náð öðru sæti í riðlinum.

Í C-riðli unnu Hvit Rússar mikilvægan sigur á Sádí-Aröbum. Fyrstu stig þeirra á mótinu staðreynd og þeir gætu með sigri á Króötum á morgum hleypt öllu í háaloft í riðlinum. Markahæstur var Barys Pukhouski með 9 mörk úr 16 skotum fyrir Hvít Rússana.

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA
Athugasemdir