Í dag er Mánudagur 22. janúar 2018
Heim » Innlent » Björgvin Páll: Verð vonandi 50 ára þegar ég verð sleginn út.

Björgvin Páll: Verð vonandi 50 ára þegar ég verð sleginn út.

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDBOLTA

björgvin,,Þetta er voða svipað, við erum flestir léttir Íslendingar hérna. Þetta er svipuð stemning, svipuð gleði og svipað gaman,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkmaður við Fimmeinn í dag en þá var landsliðið að æfa fyrir leikinn gegn Tékkum sem fram fer á morgun en hann er fyrsti leikurinn í undankeppni EM sem fram fer 2018. Landsliðshópurinn er mikið breyttur og eru menn eins og Alexander Petterson og Snorri Steinn Guðjónsson hættir.

,,Auðvitað saknar maður alltaf vina sinna en það koma ný tækifæri fyrir nýja aðila. Þetta eru flottir gæjar sem eru að koma inn.“

Björgvin var að æfa með Sveinbirni Péturssyni, markmanni Stjörnunnar og Grétari Ara Guðjónssyni, markmanni Hauka en þeir eru að stíga sín fyrstu skref með landsliðinu.

,,Ég er að hjálpa þeim að slá mig út en það gerist vonandi ekki fyrr en ég verð 50 ára. Ég vonandi hangi eitthvað í þessu í 10-12 ár í viðbót,“ sagði Björgvin.

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.

.

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA
Athugasemdir