Í dag er Þriðjudagur 23. janúar 2018
Heim » Innlent » Olís-deild karla » Bjarni Fritzson: „Við ætlum okkur ofar en þessi spá segir“

Bjarni Fritzson: „Við ætlum okkur ofar en þessi spá segir“

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA

Bjarni Fritsson segir mikla tilhlökkun í ÍR að hefja keppnistímabilið og ljóst sé að þetta verðir frábær vetur fyrir handboltann.

Bjarni segist afar ánægður með þann hóp sem hann hafi í höndunum í dag og það sé klárt að hann ætli sér að vera ofar en menn sú að spá liðinu.

„Sumarið er búið að vera mjög gott hjá okkur og við höfum verið að sýna fína leiki á undirbúningstímabilinu“.

„Við erum með frábæran hóp og höfum í raun verið lengi að safna að okkur leikmönnum, liðið er talsvert breytt síðan við vorum síðast í efstu deild og það hafa bæði komið leikmenn í sumar og einnig í fyrravetur. Þessir leikmenn eru allir frábæriri leikmenn og með góða reynslu þrátt fyrir að vera ungir“.

„Svo höfum við verið án Sturlu Ásgeirssonar sem kemur inn eftir að vera búinn að glíma við langvarandi meiðsli og hann er í frábæru standi í dag.  Við erum með þrjá U-19 ára landsliðsmenn svo blandan er góð“.

„Ég er afar ánægður með breiddina sem við höfum í dag því hún skiptir máli. Það sem hefur kannski verið að refsa okkur síðustu misseri er að við höfum ekki haft nægilega stóran hóp, en í dag eigum við að geta komist yfir skakkaföll sem alltaf koma, menn meiðast og annað og þá skiptir máli að hafa breiðan hóp“.

Hvernig er standið á leikmannamálum liðsins, eru allir klárir í fyrsta leik?
„Nei reyndar ekki en það er ekki mikið um meiðsli, Jón Kristinsson er að jafna sig á krossbandaslitum og verður voanndi klár eftir jól. Þá er Aron Ægir utan hóps vegna meiðsla og vonumst við eftir honum eftr  ca mánuð.Þegar þessir tveir koma inn er ljóst að við styrkjumst enn meira því þetta eru frábærir handboltamenn báðir“.

Hvað segir þú um þessa spá, ykkur spáð 8.sætinu af forráðamönnum deildarinnar?
„Þetta er auðvitað bara monster deild og verður gríðarlega erfið, en við erum með lið sem á að geta verið ofar og við stefnum allir á að vera ofar en þetta. Ég er klár á að við eigum að geta það“.

Nú er Björgvin Hólmgeirsson kominn heim eftir að hafa spilað sem atvinnumaður í Dubai, hvernig leikmann fékkstu til baka?
„Ég fékk bara Bjögga. Hann er frábær og hefur alltaf verið. Hann er bara nákvæmlega eins og jafn geggjaður leikmaður og þegar hann fór út. Hann átti að vera í landsliðinu þegar hann fór út og fékk tækifæri sem hann nýtti virkilega vel, svo komu upp meiðsli en núna í vetur verður hann að spila gegn mönnum sem hafa verið í samkeppni við hann um landsliðsæti undanfarin ár og þá kemur í ljós hvar hann stendur. Ég hef ekki áhyggjur af honum“.

Þegar þú ert kominn með svona gott lið í hendurnar, geturðu þá loksins sagt að þú sért búinn að leggja skóna sjálfur á hilluna?
„Nei, alls ekki. Ég er með góðan hóp sem kannski heldur mér utan hóps í dag, en ég er í fantaformi ennþá, Ætli ég stefni ekki á „come back“ þegar nýja húsið okkar kemur. Þá er rétti tímapunkturinn að koma til baka,“ segir Bjarni léttur.

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA
Athugasemdir