Í dag er Föstudagur 24. nóvember 2017
Heim » Innlent » A landslið kvenna » Birna Berg og Karen markahæstar gegn Austurríki

Birna Berg og Karen markahæstar gegn Austurríki

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDBOLTA
Birna Berg Haraldsdóttir.

Birna Berg Haraldsdóttir.

Eins og fram hefur komið vann Ísland 28-24 sigur gegn Austurríki í fyrsta leik sínum í undankeppni HM kvenna í kvöld.

Birna Berg Haraldsdóttir og Karen Knútsdóttir skoruðu mest fyrir íslenska liðið í kvöld eða fimm mörk hvor. Þórey Rósa Stefánsdóttir skoraði fjögur mörk og þær Arna Sif Pálsdóttir, Steinunn Hansdóttir og Hafnhildur Hanna Þrastardóttir skoruðu þrjú mörk hver.

Lovísa Thompson og Rakel Dögg Bragadóttir skoruðu sitthvor tvö mörkin og Hildigunnur Einarsdóttir skoraði eitt mark.

Þá stóð Guðrún Ósk Maríasdóttir vaktina í markinu með prýði og varði 13 skot.

Ísland mætir Færeyjum á morgun og Makedóníu á sunnudag.

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA
Athugasemdir