Í dag er Sunnudagur 17. desember 2017
Heim » Innlent » Olís-deild karla » Birgir Már framlengir við Víkinga

Birgir Már framlengir við Víkinga

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDBOLTA

Birgir Már Birgisson leikmaður Víkings hefur samið að nýju við félagið og mun því leika með þeim áfram á næsta ári.

Birgir Már semur til tveggja ára en hann var valinn í U-19 æfingar hóp íslands.

Birgir var nýlega valinn í U-19 æfingarhóp íslands sem sýnir að hans frammistaða í vetur hefur vakið mikla athygli en þetta er örugglega bara hans fyrsta skref í landsliðsmálum.

Birgir sem sem er aðeins 18 ára er örvhentur hornamaður er sterkur bæði í vörn og sókn og hann skoraði um 200 mörk með meistarflokki og 2 flokki í vetur.

Hann er alhliða góður leikmaður og er afar lúnkinn við að stela boltanum sem og skora góð mörk úr hraðaupphlaupum. Framfarir hans á síðustu tveimur árum hafa verið mjög miklar en hann á mikið inni en það verður spenndandi fyrir okkur Víkinga að fylgjast með honum á komandi árum, segir á vef félagsins.

 

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA
Athugasemdir