Í dag er Þriðjudagur 23. janúar 2018
Heim » Innlent » A landslið kvenna » Axel Stefáns: „Höfum neyðst að henda ungum leikmönnum út í djúpu laugina“

Axel Stefáns: „Höfum neyðst að henda ungum leikmönnum út í djúpu laugina“

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA

Axel Stefánsson landsliðsþjálfari A landsliðs kvenna var í viðtali við Gest Einarsson á Suðurland FM og ræddi þar málefni kvennalandsliðsins. Axel ræddi þar undirbúning liðsins fyrir EM en hann stendur nú sem hæðst.

„Við byrjuðum eiginlega í mars þegar við vorum í Hollandi og svo höfum við verið að vinna áfram núna síðustu vikurnar hérna heima en svo förum við til Danmerkur í lok júlí“.

„En því miður hefur það verið þannig að við höfum verið að glíma við meiðsli á lykilleikmönnum okkar í undirbúningnum og við höfum ekki það stóra breidd að við lendum oft í vandræðm þannig að núna förum við til æfinga í danmörku með mjög ungan hóp og það verður spennandi að sjá hvernig þær stelpur verða“.

Axel tekur tvo unga nýliða inn í danmerkur hópinn sem ekki hafa leikið A-landsleik áður þær, Andreu Jakobsen úr Fjölni og Selfyssinginn Perlu Rut Albertsdóttur en Axel segist binda miklar vonir við þær í framtíðinni.

„Andrea er gífurlega efnileg vinstri skytta og við höfum líka verið að skoða hana fyrir framan hjá okkur í 5-1 varnarleiknum en hún hefur spilað þar með U-19 landsliðinu en hún spilaði líka gríðarlega vel með Fjölni á síðasta ári“.

„Perla er línumaður og svolítið öðruvísi týpa en hún er lítil, snögg en samt sterk og hefur sýnt gríðarlegar framfarið síðasta árið og ég er mjög spenntur fyrir að’ sjá framhaldið hjá henni“.

„Arna Sif sem hefur verið lengi í þessari stöðu hjá okkur er föst í Ungverjalandi með liði sínu á þessum tíma sem vip verðum í danmörku og því fáum við gott tækifæri til að skoða Perlu þarna en hún hefur verið að vinna mjög vel í sínum málum“.

„Það hefur ekki verið mikið um mót hjá yngri kvennalandsliðum það sem af er sumri en þau fara þó fljótlega af stað og t.d eru bæði U17 og U19 ára landsliðin að fara í lokamót og það verður mjög gaman að sjá hvernig þessum liðum gengur á þessum mótum því þetta er mikil og dýrmæt reynsla sem þessar ungu stelpur fá með að spila gegn erlendum leikmönnum“.

En er að koma upp einhverskonar ný kynslóð hjá Aðalandsliðinu?
„Já, eins og ég sagði þá erum við búin að vera í ákveðnum meiðlsum með lykilmenn eins og t.d Rut Jóns hefur verið mikið frá vegna höfuðmeiðsla, Karen Knútsdóttir hefur verið að glíma við meiðsli eins og Hrafnhildur Hanna. Þannig að við höfum eiginlega neyðst til að henda ungu leikmönnunum út í djúpu laugina undanfarið“.

„Ég vona að við séum þó komin með ákveðin kjarna af leikmönnum og margir leikmennn hafa verið að vinna mjög vel í sínum málum en það eru margir spennandi leikmenn farnir að banka og við nefndum Perlu og Andreu áðan en þá eigum við líka Lovísu Thompson, Helenu Örvars og Ragnheiði Júlíusdóttur en þó þær hafi verið að spila stórt hlutverk hjá sínum liðum í Olís deildinni þá eru þetta mjög ungar stelpur.“

Þetta og miklu meira má heyra frá Axel í viðtalinu í heild sinni hér að neðan.

ICELANDAIR STYRKIR ÍSLENSKAN HANDOLTA
Athugasemdir